STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Uppgjör helgarinnar

Þ.e.a.s. uppgjör síðustu helgar!
Hún var í alla staði FRÁBÆR. Það var mest FRÁBÆRAST að fá alla þessa vini okkar í heimsókn. Takk Gústi, Gústi, Skúli og Kalli fyrir að hafa kosið að halda, og skipulagt aðalfund Dónó hér í nágrenni Sønderborgar. Takk líka fyrir að leyfa konum ykkar að fljóta með. Takk Guðrún, Solla, Ester og Tanja fyrir að koma með körlum ykkar og hitta okkur. Þakkir fær líka Reynir Guðmunds og synir fyrir að koma í heimsókn til okkar.

Sumarbústaðurinn (eða SumarGústi eins og Hinrik hélt að þetta héti) var frábær og Hinrik og Marek voru svo hrifnir af honum að þeir ákváðu að þeir vildu frekar flytja þangað heldur en til Íslands. Enda ekki á hverjum degi sem þeir fá að vera í húsi með einka-innisundlaug!


Fundarsköp aðalfundar Dónó verða víst aldrei gefin upp. Hannyrðir Prjónó verða hvorki gefin upp né nýtt á nokkurn hátt. Magn rauðvíns og bjórs sem drukkið var verður ekki sagt frá. En maturinn var góður!

Eins venja segir til um var auðvitað farið í hinar ýmsu keppnir á milli kynja. Misjafnt var hversu margir liðsmenn kepptu hverju sinni. Má þar í stuttu máli segja að mjótt hafi verið á munum og teljast stigin á þennan hátt:
(fyrst kemur nafn keppninnar, svo nafn sigurliðs)
1. Hárugasta andlitið : Dónó
2. Hárugasti handarkrikinn : Dónó
3. Loðnasti rassinn : Dónó
4. Trivial Pursuit : Prjónó
5. Bringusund langs yfir laugina : Prjónó
6. Bringusund langs til baka : Prjónó
7. Baksund langs yfir laugina : Dónó
8. Hæðsta og tignarlegasta makakastið í sundi : Prjónó
9. Bringusund þvers yfir laugina : Dónó
10. Kubbaspil : Dónó
11. Trivial Pursuit : Prjónó

Niðurstaðan er því að Dónó fór með nauman sigur af hólmi þetta árið, en þeir verða teknir í rassg bakaríið að ári.

Helga DanaPrjóna
og Páll DanaDóni

föstudagur, febrúar 22, 2008

Bílablogg... EN EKKERT LEIÐINLEGT (vonandi)

Sko.

Nissaninn sem ég keypti af Ólöfu Birnu frænku minni og ég kom með hingað út í okt. 2006 er orðinn ansi slappur. Svo ég fór að athuga með að kaupa annan bíl, sem ég svo gerði, altså keypti. Mazda 626 1992 árgerð. Fínt.
Keyrði hann frá Vejle þar sem hann stóð hingað til Sønderborgar. Svo daginn eftir þá bilar alternatorinn í honum (fyrir þá sem ekki vita þá er það rafmagnsdælan í bílnum). Ég hringdi í Líbanann sem átti bílinn á undan mér en hann vildi ekkert fyrir mig gera nema hann bauð mér að koma með bílinn aftur og fá hann endurgreiddann, sem ég vildi ekki.
Ég fer að leita að nýrri/annari rafmagnsdælu og finn eina í þorpi sem heitir Kværs og er ca 25 km í vestu-suðvestur af Sønderborg. Eins og Þorgils Björgvinsson gítarleikarinn í Sniglabandinu orðaði það svo skemmtilega: Ég fór til hvers. (Kværs er borið fram eins og hvers nema með kartöflu-ERR-i, ekki hægt að skrifa það nema þá bara "R"). En í til hvers fann ég s.s. rafmagnsdæluna og hún var sett í Mözduna á verkstæði sem kaupir og bíla og gerir upp og selur þá svo aftur, ásamt því að gera við fyrir aðra eins og í mínu tilfelli. Svo ég bauð einum gaurnum þarna að kaupa Nissan tíkina sem hann vildi. Og ætli ég fái ekki um 9000 kall fyrir kvikindið, sem er magnað. Losna þá við að gera við hann fyrir ca 13-15.000 og svo að borga 180% skráningargjöld sem eru reiknuð út frá hugsanlegu gangverði bílsins.
Hugsanlega gangverð bílsins er ákveðið af starfsmönnum Told og Skat hér í DK og er oft í engu samræmi við gangverð annara bíla sem eru fluttir til landsins. Í (flest) öllum tilfellum eru bílar hér metnir of hátt í verði en það er ekki bíleigendanna að dæma um það, aðeins starfsmanna skattsins. DANIR ERU KLIKK hvað varðar bílakaup og svoleiðis mál.
En hér er svo mynd af Mözdunni.
Vessgú.

Svo nú er bara að njóta og brosa :-)
eins og alltaf.

Þá er ekki fleira í fréttum að sinni.
Tæknimaður í þessari útsendingu var Acer TravelMate 7510
Kveðja,
Palli.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Aftur í samband

Og við erum aftur komin í samband við umheiminn! Vá, hvað maður er eitthvað fatlaður þegar maður er ekki með netið. Ég veit ekki hversu oft ég hugsaði "hmm... best að gúggla þessu" þessa næstum þrjá daga sem við vorum netlaus. Þetta er svona svipað og ef rafmagnið fer af þá er maður fljótur að hugsa "æi, en huggulegt! kveikja bara á kertum, setja góða TÓNLIST Á, og hafa það huggulegt!"

Jebb. En prjónó og Dónó eru að koma á morgun. Ekki alveg allir því það vantar Sólveigu og Stefán og Gullu og Daníel. Ég á sérstaklega eftir að sakna þeirra síðarnefndu mikið. Ekki það að ég sakni ekki hinna líka, bara þekki G & D meira! Vá! Það er akkúrat ár síðan ég hitti þau síðast.... í rauðvínssötri heima hjá Elínu og Siggu! JESÚS MINN ALMÁTTUR SEM ÞAÐ VAR SKEMMTILEGT! Oh, við verðum að taka Sing Star með í bústaðinn um helgina.

Það er ekki búið að kaupa neitt fyrir helgina annað en bjór og rauðvín. Það fleytir okkur áfram fram á laugardag... þá kannski verslum við aðeins í matinn! Hehehe...

Nú bara verð ég að hringja í Guðrúnu Axels... aðeins að taka stöðuna.

Helga.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Netlausir aumingjar

Við erum ekki með neitt net!
Netfyrirtækið vill að við borgum àskrift ì HVERJUM mànuði. Mèr finnst það bara frekja! Hehehe

guði sè lof fyrir gòða gemsa, þessi færsla er s.s. gerð ì Nokia E70!

Helga

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Búum við í annarri heimsálfu?

Við lesum það á Mbl.is að það er brjálað veður á Íslandi; hinar og þessar leiðir lokaðar vegna veðurs. Eyþór fór til Íslands í gær og vélinni hans seinkaði örlítið frá DK vegna veðurs á Íslandi, var mér sagt. Ég hringdi í hann áðan og hann sagði að hann og pabbi hans hefðu verið í 5 klukkutíma til Hvammstanga.

Og hér sit ég við stofugluggann og lít út. Úti er þessi líka rjómablíða, tæplega 10 stiga hiti og blankalogn! Gul blóm eru komin upp og mjög svo vorlegt hvert sem maður lítur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Ísland er bar "örstutt" í burtu. Við erum jú í sömu heimsálfu, ekki satt? Þessi mynd hér fyrir ofan var annars tekin í gærkveldi af Palla (Sigrún, sjáðu bara hvað hann tekur flottar myndir!).


Ég fór sem sagt með Eyþór til Kaupmannahafnar í gær. Við fórum bara með lestinni því... ja, bæði vegna þess að ég nenni ekki að keyra þetta og líka vegna þess að bíllinn okkar er "deyjandi". Við treystum honum ekki þessa vegalengd. Í Köben hitti ég Bryndísi frænku Sollu vinkonu. Hún kom upp á flugvöll til að hitta okkur Eyþór því hún ætlar að taka á móti honum eftir viku þegar hann kemur aftur heim. Eftir að Eyþór var farinn röltum við Bryndís um Kaupmannahöfn og nú get ég loksins sagt að ég hafi séð eitthvað af þessum merku stöðum í borginni, t.d. eins og Litlu Hafmeyjuna og konungshöllina. Og einhverjar kirkjur!

Og til að svara Ólu Maju: Ég hef ekkert nennt að uppfæra Eurovision síðuna mína ennþá. Það kemur. Eurovision verður svolítið öðruvísi í ár því næstum því allir taka þátt í undankeppni. Það verða því 2 undankeppnir, önnur þann 20. maí, hin þann 22. maí og svo verður keppnin sjálf þann 24. maí. Ísland (og Danmörk) verða í seinni undankeppninni. Þetta verður því þreföld ánægja þetta árið!! Jeeeiii!! Meira uppdeit síðar!

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Og það snjóaði loksins...


Í gær fórum við Helga og Hinrik á rúntinn um Als. Við keyrðum upp í Nordborg og þaðan aðeins lengra, þangað sem sumarbústaður Prjónó og Dónó klúbba stendur, en Prjónó og Dónó eru að koma í hingað til Danmerkur vegna ársfunda félaganna. En á þessum tíma snjóaði, reyndar ekki þarna uppfrá heldur hér í Sønderborg. Svo hressilega að það festi á bílum. En nú er allur snjór horfinn.

Hér má sjá myndir af bústaðnum sem við verðum í. Við bústaðinn er sundlaug og alles, það sést í hana þarna í rauða kassanum. Svaka flott.
Þakið á bústaðnum er reyndar ekkert sérstaklega þétt. Við skulum bara vona að það rigni ekki mikið.

Við Helga hlökkum mikið til að sjá félaga okkar í Prjónó og Dónó.

Viðbót (bætt inn 4. feb)
Ég varð að setja inn myndir frá árunum 1999 til ca 2002. Efsti hlekkurinn til hægri á síðunni.

Kveðja
Palli.