STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Vid erum komin til Sønderborgar heil a hufi og thurftum ekkert ad tala vid marga utlendinga a leidinni. Tolvan hja Evu og Juha er oll a Finnsku og eg skil ekki hvernig eg breyti lyklabordinu i islenskt en ef eg thekki minn mann tha verdur hann ekki lengi ad breyta thessu.
Thad var steikjandi hiti sem tok a moti okkur i Kaupmannahofn og var Marek ekki lendi ad rifa sig ur bolnum og var bara ber ad ofan. Vid gistum a Gistiheimili Halldoru, vorum komin thangad seint um kvold og eg held ad ekkert okkar hafi sofid vel vegna hita - og kongurloafobiu!
Sko, nú er Palli minn búinn að breyta lyklaborðinu. Ég get sagt ykkur það að hann les finnskuna eins og ja... moggann!
Allavega, við fórum í dýragarðinn á þriðjudagsmorgun, strákunum dugði að fá að sjá mörgæsir og blettatígra, þá voru þeir ánægðir og þá var bara að keyra suður eftir.
Planið er svo að skreppa til Þýskalands í dag til að athuga hvort við finnum ekki einhver ódýr hjól til að kaupa.
Bless í bili.