STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hjólað um Sønderborg

Palli og Eyþór skruppu til útlanda (hehehe... Þýskalands) í gærmorgun og keyptu 2 stk hjól, annað handa Eyþóri og hitt handa mér (Helgu). Við Palli höfðum komið auga á þau í Þýskalandi um daginn en gátum ekki komið þeim fyrir í bílinn svo þeir fóru bara tveir þangað í gær. Marek hafði fengið hjól daginn áður og var það sett saman í gær líka. Á meðan þeir tveir elstu fóru til útlanda fór ég með þá tvo yngstu á ströndina og prófuðu þeir að vaða í sjónum. Það var nú reyndar skýjað og þar af leiðandi ekki mjög hlýtt svo við vorum ekki mjög lengi þar. Leiðin heim tók um það bil klukkutíma en Hinrik þurfti að pota í alla maura sem hann sá og skoða hitt og þetta, m.a. allar köngulær en eins og hann segir "hann svo sætur" (köngulærnar þ.e.a.s.).
Við fórum svo í dag í heljarmikinn hjólatúr niður í bæ. Við Eyþór og Marek en Palli keyrði Hinrik í kerru, þeim síðarnefnda til mikils ama því hann vildi hjóla eins og hinir. Við vorum að skrá okkur inn í landið og gengum svo göngugötuna allt að dótabúðinni og til baka (þá fannst strákunum ekki ástæða til að fara ofar).
Við fengum okkur dönsk símanúmer í gemsana okkar, Palla númer er: 4032 4186 og mitt er: 4032 3690 og svo auðvitað landsnúmerið á undan. Hvort þetta eru varanleg símanúmer eða ekki kemur svo í ljós. Við erum ekki enn búin að prófa smartsímann því okkur vantar eina snúru til að tengja síma við smarttækið.
Jæja, ég ætla að leggja mig smá stund.