Við erum annars búin að koma okkur ágætlega fyrir hér í kennaraíbúð í Laugarbakkaskóla. Enda fengum við góða hjálp þegar Solla vinkona kom og hjálpaði við að taka upp úr kössum. Hún bjó hér, ásamt sinni fjölskyldu, í þessari íbúð á undan okkur og veit því "hvar best er að geyma hlutina". Marek skreytti svo húsið og við urðum tilbúin fyrir jólin. Jólin komu mér reyndar svolítið á óvart... þ.e. ég var ekkert að fylgjast með tímanum og svo var bara allt í einu komin Þorláksmessa!
En ég var víst búin að lofa Hrund einhverjum myndum af íbúðinni. Ég er ekki búin að taka myndir hér innandyra en við fengum sendar myndir teknar hér fyrir utan, rétt áður en við fluttum og hér koma þær í röðum (myndir opnast í nýjum glugga):
Mamma og Þráinn voru svo hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld, Eyþór var hjá pabba sínum, og þetta voru bara hin ágætustu jól. Hinrik og Marek fengu engin leikföng ef frá eru taldir 2 litlir bílar sem þeir fengu en þeir hafa svosem ekkert kvartað yfir því. Þeir fengu hins vegar trommusett og rafmagnsgítar og síðan þá hafa verið haldnar ansi margar hljómsveitaræfingar. Mjög gaman. Sem betur fer er bæði hægt að loka herbergishurðinni og líka svefnherbergisganginum!
Ég fer að vinna þann 12. jan á leikskólanum á Hvammstanga, bara svona eftir að við verðum búin að koma strákunum í rútínu í skóla og leikskóla. Palli er byrjaður að vinna, bæði sem vinnumaður í sveitinni hjá systur sinni og líka í íhlaupavinnu á Hvammstanga. Hann hefur líka nóg að gera í spilamennsku. Var t.d. að spila í gærkveldi með ðe Zetors, og var það alveg hrikalega fyndið gigg!
En látum þetta nægja í bili.
Helga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli