Það er mjög gott að vera komin aftur heim og nei það er ekki svo leiðinlegt að við höfum ekki frá neinu að segja. Hér koma helstu fréttir:
- Við búum enn í Laguarbakkaskóla og ætlum okkur að vera þar þar til annað verður ákveðið.
- Strákarnir eru ánægðir í sínum skólum.
- Eyþór nýtur þess að geta farið til pabba síns um hverja einustu helgi.
- Hinrik er að verða þreyttur á að vera í leikskóla og reyndi að fá mig til að samþykkja að þetta væri eiginlega Grunnleikskóli!
- Marek er enn með síðan topp, hann er komin niður fyrir höku.
- Palli er ekki enn kominn með fasta vinnu, hann fer í viðtal hjá Vegagerðinni á morgun.
- Ég er enn í leikskólanum og fíla það bara vel. Var samt að fá 2 aukaverkefni við vefsíðugerð. Það verður bara gaman.
- Það eru allir í tónlistarskólanum nema ég. Eyþór er enn að læra á bassa, Marek á gítar, Hinrik á trommur og Palli í tónfræði (held ég).
- Palli er fjórhjólasjúkur! Ætli hann verði ekki kominn á fjórhjól fyrir sumar.
- Ég er í kirkjukór, spilaklúbbi og prjónaklúbbi.
- Ég er ekki enn komin í Eurovisiongír en það fer alveg að gerast!
Þar til næst...
Helga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli