STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, ágúst 12, 2006

Skordýrin í skóginum

Við fórum í frábæran göngutúr í skóginum fyrr í dag, með "við" meina ég þessi 9 manna fjölskylda sem býr hér á Jørgensgård, Eva, Juha og dætur og við fjölsk.
Þetta var alveg frábær göngutúr og það sem við sáum var eftirfarandi: mjög marga snigla, fullt af froskum sem voru svo pínulitlir og sætir (og Solla, ég hélt á fullt af þeim, þeir eru ekkert slímugir eins og einn frændi þeirra á Lindarbergi), engisprettur, risastóra bjöllu (eða eitthvað svoleiðis). Fullt af skrítnum trjám, brómber, kirsuber og já, einn ánamaðk. Vitaskuld þurfti að stoppa og skoða hvern einasta frosk og snigil sem á vegi okkar varð.

Þetta var mjög skemmtilegur dagur - en það er frekar heitt og mjög rakt.