Fyrsti skóladagurinn
Já, það var fyrsti skóladagur Eyþórs í dag. Ég fór auðvitað með honum og var með honum allan tímann og ég held svei mér þá að ég hafi lært meira en hann því það var danskur strákur sem sat við hliðina á honum sem talaði svo mikið við mig að ég mátti hafa mig alla við til að skilja hann. Hinumegin við Eyþór var svo íslenskur strákur, sá eini sem fyrir var í þessum bekk. Þeir léku sér svo eftir skóla og alveg fram að kvöldmat svo þetta var ágætur dagur fyrir Eyþór.
Marek byrjar svo á morgun kl. 10. Ég fer fyrst með Eyþóri í fyrramálið, kem svo heim og sæki Marek og verð með honum allan tímann. Ég geri ráð fyrir að geta svo tekið samræmt próf í dönsku eftir þessa skólagöngu.
Annars er það helst að frétta að við fórum í heimsókn til Regínu frænku hans Palla, á sunnudaginn, öll á hjólum auðvitað, og Hinrik var eitthvað slappur þegar við komum þangað og vildi bara leggja sig. Þegar hann vaknaði aftur var enginn vafi á að hann var kominn með hita. Regína keyrði hann og Palla heim en við hin hjóluðum. Það var aðeins kominn rigningarúði þegar við lögðum af stað en fljótlega breyttist það í steypiregn þannig að við vorum orðin alveg gegndrepa þegar við komum heim. Sama var um Palla sem fór aftur með Regínu til að sækja hjólið sitt.
Hann og Hjalti fóru svo til Esbjerg í dag til að sækja dótið okkar. Nú er bara að bíða spenntur eftir 1. september þegar við fáum íbúðina okkar!
Við höfum ekki getað notað Smartsímann ennþá, en getum það kannski núna fyrst dótið okkar er komið því okkur vantar hubinn sem er ofan í einhverjum kassanum.
Marek byrjar svo á morgun kl. 10. Ég fer fyrst með Eyþóri í fyrramálið, kem svo heim og sæki Marek og verð með honum allan tímann. Ég geri ráð fyrir að geta svo tekið samræmt próf í dönsku eftir þessa skólagöngu.
Annars er það helst að frétta að við fórum í heimsókn til Regínu frænku hans Palla, á sunnudaginn, öll á hjólum auðvitað, og Hinrik var eitthvað slappur þegar við komum þangað og vildi bara leggja sig. Þegar hann vaknaði aftur var enginn vafi á að hann var kominn með hita. Regína keyrði hann og Palla heim en við hin hjóluðum. Það var aðeins kominn rigningarúði þegar við lögðum af stað en fljótlega breyttist það í steypiregn þannig að við vorum orðin alveg gegndrepa þegar við komum heim. Sama var um Palla sem fór aftur með Regínu til að sækja hjólið sitt.
Hann og Hjalti fóru svo til Esbjerg í dag til að sækja dótið okkar. Nú er bara að bíða spenntur eftir 1. september þegar við fáum íbúðina okkar!
Við höfum ekki getað notað Smartsímann ennþá, en getum það kannski núna fyrst dótið okkar er komið því okkur vantar hubinn sem er ofan í einhverjum kassanum.
<< Home