Lítið að frétta
Vá hvað tíminn líður hratt. Við höfum ekki bloggað síðan á laugardag!
Það gengur allt sinn vanagang hér, strákarnir ekkert sérstaklega ánægðir í skólanum ennþá. Eyþór hlakkar samt til á hverjum degi að fara í sérkennslu í dönsku á meðan Marek hatar það. Ég þarf að kaupa litla stílabók handa honum til að skrifa niður öll nýju orðin sem hann lærir því hann segist gleyma þeim jafnóðum.
Hinrik byrjar svo á leikskóla á mánudaginn. Hann er rétt hjá þar sem Eva og Juha búa en það þýðir að hann er lengra frá okkar íbúð. En það verður ekkert mál að hjóla þangað! Ég fæ þá alla næstu viku til að aðlaga hann, nema föstudaginn því þá þarf ég að byrja í skólanum.
Palli hefur ekki fundið vinnu ennþá en hann og Hjalti frá Jörfa fóru í vinnuleit í gærdag. Vonandi kemur eitthvað út úr því.
Við hjóluðum annars í fyrradag í nytjasölu Rauða Krossins og fundum þar sófasett, sófaborð og skáp undir sjónvarpið fyrir 1200 danskar krónur. Alveg ágætt það.
Við ætlum að taka bíl á leigu um helgina og fara eitthvert, sennilega á norður Jótland að hitta vin hans Palla. Við erum ekki alveg búin að setja niður ferðaplan en eitthvað verður maður að gera til að láta helgina líða.
Jæja, meira síðar.
HH
Það gengur allt sinn vanagang hér, strákarnir ekkert sérstaklega ánægðir í skólanum ennþá. Eyþór hlakkar samt til á hverjum degi að fara í sérkennslu í dönsku á meðan Marek hatar það. Ég þarf að kaupa litla stílabók handa honum til að skrifa niður öll nýju orðin sem hann lærir því hann segist gleyma þeim jafnóðum.
Hinrik byrjar svo á leikskóla á mánudaginn. Hann er rétt hjá þar sem Eva og Juha búa en það þýðir að hann er lengra frá okkar íbúð. En það verður ekkert mál að hjóla þangað! Ég fæ þá alla næstu viku til að aðlaga hann, nema föstudaginn því þá þarf ég að byrja í skólanum.
Palli hefur ekki fundið vinnu ennþá en hann og Hjalti frá Jörfa fóru í vinnuleit í gærdag. Vonandi kemur eitthvað út úr því.
Við hjóluðum annars í fyrradag í nytjasölu Rauða Krossins og fundum þar sófasett, sófaborð og skáp undir sjónvarpið fyrir 1200 danskar krónur. Alveg ágætt það.
Við ætlum að taka bíl á leigu um helgina og fara eitthvert, sennilega á norður Jótland að hitta vin hans Palla. Við erum ekki alveg búin að setja niður ferðaplan en eitthvað verður maður að gera til að láta helgina líða.
Jæja, meira síðar.
HH
<< Home