Það er komið að mér að blogga aðeins. (Palli)
Ég fór í smá bíltúr út í sveit til að hitta gamla geit..... tíhíhí. Nei nei, enga geitina hitti ég en ég fór með það erindi í kollinum að hitta Marius Pedersen. Hann á eitthvað vörubílafyrirtæki og ég hafði hug á að sækja um vinnu hjá honum, bara svona upp á skemmtunina. Haldið þið þá ekki að ég hafi bara rekist á þessa líku fínustu brú. Bara svona upp úr þurru. En þetta er brú Kristjáns X. (10. (tíunda)) konungs en eftirfarandi er sagt um hann á einni vefsíðu sem ég fann hér á netinu........ auðvitað: "Under den tyska ockupationen mellan 1940-1945 blev kung Kristian X en samlingsgestalt för det danska folket. Han fortsatte sin dagliga ridtur genom Köpenhamn och smädade Hitler öppet. Han dog till följd av skadorna efter en ridolycka den 20 april 1947." Þetta er rosalega sniðug brú. Það er hægt að opna hana og loka henni aftur. Hún er opnuð þegar stór eða stærri skútur eða skip þurfa að komast upp sundið (Alssund) eða fjörðinn sem skilur að annarsvegar meginlandið (Jylland (Jótland)) og hinsvegar eyjuna Als (Als (Als)), þar sem mest megnið af Sønderborg stendur. Kirkjan sem blasir við hinumeginn brúarinnar er Kirkja heilagrar Maríu í Sønderborg. Hér er hægt að sjá heimasíðu safnaðarins. Þetta er reisulegt hús og afar hressandi að heyra þegar úrið í því dettur í heila eða hálfa tímann. Þá hringir stór vekjaraklukka og allir í næsta nágrenni kirkjunar hrökkva í þónokkurn kút. Svo koma bráðum fleiri myndir frá þessum rúnti mínum um Als og meginlandið. Til dæmis ein löng mynd frá Sønderborg.
Bless að sinni.
Palli.
<< Home