STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, nóvember 17, 2006

Flóamarkaðir á víð og dreif.

Við mútta verðum mjög uppteknar í fyrramálið og tökum ekki við símanum fyrr en einhverntíman eftir hádegi. Það eru nefnilega auglýstir 3 flóamarkaðir og við ætlum okkur að fara á tvo þeirra. Einn þeirra er svo langt í burtu að það eiginlega borgar sig ekki að keyra alla þá leið "þegar okkur vantar svosem ekkert" eða svoleiðis.
Hvenær vantar mann annars eitthvað? Ég á nú tæplega 100 staka bolla í geymslu á Íslandi sem ég ætlaði sko aldrei að láta frá mér en ég get varla sagt að ég sakni þeirra nokkuð núna. En ég myndi örugglega gera það ef ég myndir láta þá frá mér. Æ, ég held ég reyni ekkert að komast að því hvort ég myndi sakna þeirra eða ekki. Ég læt þá aldrei frá mér.
En allavega - þá er aldrei að vita hvað maður dregur í búið á morgun (Palla til mikillar ánægju örugglega!). Palli getur nú varla neitað því að ég er mjög dugleg við að þræða flóamarkaðina og að vanda mig við að koma ekki með of margt heim í hvert sinn! Það er líka gott að hafa hæfileika til að státa sig af! Hehehehe...

Annars er von á gestum eldsnemma í fyrramálið; Axel Guðni og Axel Helgason koma hingað - svona til upplýsinga fyrir þá sem vita hverjir þeir eru. Þannig að það verður brunað út í bakarí fyrir sólarupprás og keypt rúnstykki - og eitthvað gotterí. Og svo verðum við tvær tilbúnar fyrir flóamarkað!

meira um það seinna - þ.e. ef eitthvað er frá að segja.
hh.