STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Enn verið að slá

Jáh... það var verið að slá blettinn hér fyrir utan í morgun og allt angaði af nýslegnu grasi - sagði mamma. Hún var sú eina sem var heima. Það er geðveikt heitt ennþá eða um 10°. Allavega það.
Við mamma fórum til Þýskalands í gær og versluðum einhverjar algerar nauðsynjar. Allskonar. Svona nauðsynlegt ýmislegt. Við komum við í antíkbúð á landamærunum og vorum nú bara að skoða svona eins og maður gerir. Það var eldri maður að vinna þarna - einhver sem Guðrún Axels hefur hitt. Hann byrjaði á að spyrja okkur hvaða tungumál við værum að tala og spurði stax hvort þetta væri íslenska, og var snöggur að bæta svo við að hann þekkti alltaf íslendina úr. Svo var ég eitthvað að skoða pínulitla dúkku sem hann var tilbúinn að setja 100 krónur á "Very special price, just for you today" bætti hann svo við. Ég kláraði að skoða dúkkuna og lagði hana svo frá mér.
-Hva? Ætlarðu ekki að kaupa hana? spurði hann þá.
-Nei, því mig VANTAR hana ekki, svaraði ég.
-Vantar hana ekki! Nú hvað vantar þig þá? Ég er með allt sem þig vantar, sagði hann.
Ég hélt nú ekki og við mútta héldum áfram að skoða. Hann varð heldur fúll yfir að við ætluðum ekki að kaupa neitt og gekk heldur betur yfir strikið - að mínu mati - þegar hann sagði: þið verðið að kaupa eitthvað. Mig vantar peninga, ég hef ekkert borðað í dag! Svo fór hann bara inn á skrifstofuna sína hinn fúlasti!

En það eru víst 3 flóamarkaðir um helgina! Við geðveikt heppnar að geta kannað hvað fólk er helst að selja þessa dagana! Ekki það að mann vanti neitt sérstakt! Nei, nei.
En kannski maður þurfi líka að hugsa um að setja inn á fóamarkaðsmyndaalbúmið! Það aðvitað gengur ekkert að hafa allaf sömu fáu myndirnar þarna!

Við vorum annars að koma heim frá bænum. Við fórum út að borða og fórum á mongólskan grill veitingastað. Það var mjög gaman og hrikalega góður matur! Við pöntuðum okkur mat af hlaðborði og þetta virkar þannig að maður fær sér disk, setur á hann grænmeti og hrátt kjöt á hann. Því næst er þarna maður sem spyr mann hversu sterkt þetta megi vera og sullar svo hinum ýmsu grillolíum og/eða sojasósu ofan á. Svo réttir maður grillmeistara diskinn sem setur allt hráefnið á grillpönnu og grillar. Þetta er alveg hrikalega gott!!!

Ég mæli með að þið lesið bloggið hennar Hrafnhildar um óvissuferðina í lýðháskólanum. Mjög áhugaverð lesning.

bless í bili,
Helga.