STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, október 21, 2006

Kominn tími til að blogga aftur.

Eyþór kom heim aftur í dag. Það var gaman að sjá hann og strákarnir voru mjög fegnir að fá hann heim aftur! Við strákarnir fórum á lestarstöðina að sækja hann og þeim fannst mjög spennandi að hann væri að koma með lest.

Við fórum til "útlanda" (Þýskalands, eða fiskalands eins og Hinrik segir) í fyrradag. Ákváðum að drífa okkur aðeins út og skella okkur yfirum. Það var alveg ágætt, allaf fínt að fara í verslunarleiðangur. Við keyptum nokkur föt á strákana, minniskubb fyrir PlayStation tölvuna og borðsíma. Ég var búin að leita um allt hér í Sönderborg að einföldum, ódýrum síma með snúru (GSMS) því ég er nýbúin að komast að því að við erum með netsíma með dönsku númeri og þar sem heimilissíminn okkar er tengdur við Smartsímann þá vantaði okkur annan síma. Íbúðin sem við búum í er síðan 1947 og ekki mikið um óþarfa innstungur og því gátum við ekki fengið okkur annan þráðlausan síma. Við erum sko með tölvu, skjá, prentara, samartsímaboxið, router, þráðlausan síma, hub, sjónvarp, videó, flakkara, PlayStation og kannski eitthvað fleira sem ég man ekki eftir, allt á sama stað og það er bara ein innstunga í boði! Ekki sniðugt. Þannig að ég var sem sagt búin að leita um allt að snúrusíma en þá er bara ómögulegt að fá í Sönderborg en við fundum hann allavega í Flensborg.

Hvað á ég svo að segja ykkur fleira? Ég er búin að vera ferlega dugleg að læra þessa vikuna - þó ég segi sjálf frá. Við Hrund bekkjarsystir fórum þrjá morgna niður í skóla að læra og ég er búin að vinna upp næstum allt það sem var eftir sem var ekkert smá. Gott mál.

Palli er kominn með vinnu hjá JF Stoll og byrjar á þriðjudaginn. Og fyrir Þórunni er hérna linkur inn á www.jf.dk verksmiðjuna. Það er bara frábært.

Hér er ein skemmtileg saga af Marek: Hann sat á klóinu (já það koma margar klósettferðasögur héðan) og kallaði fram; "mamma ég prumpaði í klósettið. Nú kemur ógeðsleg lykt í sjóinn!"

Já þetta er ágætt í bili. Og má ég minna á að við erum með Íslenskt símanúmer, það er óhætt að hringja í okkur! Símanúmerið er hérna efst á síðunni!!! (4960004, ekkert landsnúmer á undan).

hh.