STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, október 13, 2006

Landfræðingur, jáh!

Marek sagði við mig rétt áðan að hann langaði geðveikt til að verða landfræðingur. Móðir hans fylltist stolti og sagði við hann að það væri góð hugmynd og að hann gæti alveg orðið landfræðingur þegar hann yrði stór.
-Nú? Hvernig? spurði hann þá.
-Nú með því að læra það þegar þú ert búinn með grunnskólann.
-Þá þarf ég sverð, sagði Marek.
-Ha? ertu kannski að meina "Landkönnuður"?
-Nei, landfræðingur.
Mömmunni létti. Sá fyrir sér son sinn í fréttunum í hverri viku.
-Veistu hvað ég þarf til að verða landfræðingur? spurði hann
-Nei.
-Sko ég þarf bara sloppinn minn, flíspeysuna, veiðivestið mitt og brúnu buxurnar og svo sverð og þá verð ég landfræðingur!
Mamman þarf eitthvað að fara að huga að sínum óskum fyrir framtíð sonarins!

Bakaði annars pönnukökur í dag og bauð Ingu og Hjalta í kaffi. Seinna um kvöldið var opnuð rauðvínsflaska og farið í Sing Star. Inga hafði aldrei prófað það. Ég, hænuhausinn, var bara búin með tæplega 2 lítil rauðvínsglös þegar ég var farin að finna á mér. Nú, þegar smá lögg er eftir í flöskunni, held ég að það sé kominn tími til að fara að sofa.

Ég er annars komin í viku frí - ef frí skyldi kalla. Skólinn er í fríi en mér veitir ekki af að læra eins og hestur ef ég á ekki að dragast meir aftur úr.
Af tilefni þess að í dag var síðasti dagur fyrir frí, þá fór allur bekkurinn, og bekkurinn fyrir ofan í keilu. Það var geðveikt gaman! Ég verð að fara með strákana þangað einhverntíman!

En, allavega, best að fara að sofa - og njóta þess að sofa út á morgun!
Palli kemur annaðkvöld!
hh.