STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, október 03, 2006

Það er að koma haust.

Já, hér koma nokkrar veðurfréttir: í gærmorgun var svo kalt að ég fór í flíspeysu áður en ég fór út. Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt því ég hljóp inn aftur til að sækja hana áður en við fórum af stað kl. rúmlega 7.
- Eyþór fór líka í þykka peysu.

Í fyrrakvöld voru svo miklar eldingar hérna að manni leið eins og kvikmyndastjörnu á rauða teppinu! Við vorum auðvitað svo spennt yfir þessu að við slökktum ljósin inni og límdum okkur við gluggarúðuna til að sjá betur. Það voru ekki eins mikið um þrumur - sem er óvanalegt því þær heyrast oftar en eldingarnar sjást. Þetta veður stóð yfir í tæplega 2 tíma held ég og í byrjun horfðum við á eldingarnar úr stofuglugganum en undir það síðasta var ég farin að horfa út um svefnherbergisglugga sem snýr akkúrat í hina áttina.
Við Marek horfðum lengi á þetta úr stofuglugganum og Marek var sko alveg með útskýringu á þessu öllu: Guð er reiður því það er einhver sem trúir ekki á hann og þá deyr engill og þá verður hann reiður!
Svo fór að rigna og þá sagði hann: Æi, nú er Guð að gráta... eða pissa... man það ekki alveg.

Og eins og titillinn sagði þá er farið að hausta hér, allt blautt og laufblauð út um allt. Samt er langt í að trén verði ber. Nóg til af laufum hérna!

Næsta laugardag er konudagur hjá Íslendingafélaginu, það á að mæta kl. 11 og þetta stendur yfir fram yfir kvöldmat. Hjalti Jó ætlar að passa strákana fyrir mig úr því Palli er ekki kominn heim. Þetta verður örugglega skemmtilegt - þó maður fái alls ekki að vita nokkuð um hvað eigi að gera!