STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, september 13, 2006

Loksins!

Ég ætla ekkert að vera með einhverjar blammeringar um það hversu hratt tíminn líði og að það sé bara strax - alveg óvart - liðin rúm vika án þess að eitthvað hafi verið bloggað þó að nóg gerist hérna megin. Nei, nei, ég ætla bara að sleppa því.

Það er helst að frétta héðan að Palli er kominn til Íslands aftur. Já, þið lásuð rétt en ég vil taka fram að þetta er bara tímabundið. Hann fór til að vinna fyrir Gumma Vil á Hvammstanga við vegavinnu á Heggstaðarneshálsinum. Svo hann er kominn "heim", og verður þar í.....
-Palli: Tjahhh... ætli ég verði ekki hér í ca 2-4 vikur. Það er ekki alveg komið á hreint ennþá. En þetta er ágætt sko. Vegavinna og stór fjegurra öxla vöru (malar) bíll sem ég keyri, 5 stiga hitinn í Húnaþinginu og svona. Hvað er hægt að biðja um meira? Svo erum við Hjalti og Mundi alltaf að pæla í að það væri máske gaman að spila á einhverju balli einhverstaðar hér í grenndinni.
En hvað varst þú að segja Helga mín?

Ehh.. já... gaman að heyra frá þér Palli minn. Ferðu ekki bara að koma heim?
Ólöf fór heim í gær svo ég er aftur orðin eina stelpan á heimilinu. Ég ætla nú að vera með stór, og kannski óraunhæf plön í dag að fara með alla drengina í klippingu! Já, ég veit ekki alveg hvernig það gengur en þessir tveir eldri eru á því að vilja alls ekki fara í klippingu. Sem væri allt í lagi ef þeir vildu þá fara aðeins oftar í sturtu og þvo á sér lubbann!
Ég veit ekki annað en að við fáum internettengingu núna í vikunni. Vona það allavega. Þá getur maður farið að vera online á MSN og jafnvel notað SmartSímann til að hringja í fólk á Íslandi! Hver veit. Guð hvað þetta er spennandi.

Ég er búin að vera með kvef síðan ég veit ekki hvenær. Eiginlega síðan við komum til landsins. Í síðustu viku fór ég svo í annað sinn til læknis sem sagði að ég væri með Bronkítis og lét mig fá sterkara pensílín en ég hafði fengið áður. Svo allt í einu fór ég að finna aftur lykt en lyktarskynið hefur legið algerlega niðri í allavega 4 vikur! Ekkert smá skrítið að finna lykt, og það mikið af fúkkalykt! Mér finnst allt lykta af fúkka eða raka! Skrítið!

Jæja, læt þetta duga. Bless í bili.
HH