STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, september 07, 2006

Já, já, komin rúm vika - ég veit!

Jáh, tíminn flýgur sko áfram! Það gekk allt á afturfótunum á flutningsdaginn, við erum náttúrlega svo græn að við héldum að við gætum bara labbað út á bílaleigu og leigt okkur bíl til að flytja! En nei, ekki aldeilis. Þetta var náttúrlega 1. dag mánaðarins og það um haust svo það voru engir flutningabílar inni. Þá athugaði Palli með fólksbíl með dráttarkúlu og það var sama sagan þar. Hann sendi mér sms í skólann - það var einmitt fyrsti dagurinn minn þar - og sagði mér þetta. Ég sagði svo íslenskri stelpu sem er með mér í bekk frá þessu og hún sagðist bara lána okkur sinn bíl sem er með kúlu. En þá fengum við ekki kerru. Nú til að gera ógeðslega langa sögu mjög stutta þá reddaðist þetta allt um 5-leytið þegar Inga Lena hringdi í íslenska konu hér úti sem á kerru og við gátum flutt inn. Þá kom annað - minniháttar - vandamál. Það voru engin perustæði í íbúðinni. Já þú last rétt - ekki það að það vantaði perur heldur stæðin til að setja þær í. Það var bara smá ljós inni í eldhúsi og svo inni á baði. Svo fengu rauðvínsglösin mín góðu annað hlutverk sem kertastjakar en við dreyfðum kertum út um allt til að sjá eitthvað. Því það auðvitað dimmir um kl. 9 hérna.

Þannig að við erum smátt og smátt að koma okkur fyrir. Fundum í gær á kirkjusölunni ferlega flottan skáp sem fór inn í herbergi strákana undir leikföngin þeirra og svo skóskáp til að hafa á ganginum. Svo eru auglýstir allavegana 3 loppumarkaðir nú um helgina svo það er bara um að gera að þræða þá alla.

Ólöf Birna (frænka hans Palla) kom í gær. Ég labbaði niður að lestarstöð til að taka á móti henni og uppgötvaði hvað Sönderborg er falleg borg því að til þess að komast niður á stöð þarf maður að labba yfir brú og þá sér maður gamla bæinn og höllina og allt.

ææ...klukkan orðin svo margt... verð að blogga meira seinna.