STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, september 20, 2006

Jah, enginn veit fyrr en allt í einu!

Já, ég segi það. Bara tvö blogg á jafnmörgum dögum - ekki vikum!

Ég ákvað að vera lengur í skólanum heldur en venjulega til þess að geta klárað heimavinnuna. Það er alveg geðveik heimavinna þessa vikuna, og hvað geri ég? Jú fer bara að blogga í staðinn! Við eigum að útbúa forrit fyrir morgundaginn, annað fyrir mánudaginn og ég er ekki byrjuð að kíkja á þau. Fyrir utan forritun er ég að læra á Gagnagrunna eins og Access (Guð, hvað það er þreytandi), Tækni-eitthvað dæmi (Technologi) þar sem við lærum hvernig tölvur "hugsa" og svo Business-eitthvað þar sem við notum bók sem heitir Organization Theory! Jamm... þannig er það nú. Sá sem kennir það er mjög líkur Axel sem kenndi eðlisfræði í HA. Bæði í útliti og það hvernig hann kemur fram við nemendur.

Annars er bara fínt að fétta. Ég er búin að kynnast nágrannakonu einni sem gómaði mig niðri í þvottahúsi um daginn og spjallaði alveg heilan helling. Hún vissi sko mun meira um mig en ég um hana áður því hún hafði talað við Palla einhverntíman um daginn og vissi að við værum með 3 stráka. Svo sá hún Ólöfu Birnu í sólbaði úti með alla strákana og vissi því að hún hlyti að vera í heimsókn hjá okkur! Hehehe... hún var mjög indæl og bauð mér að kíkja í kaffi ef mig langaði. Gott að geta æft dönskuna einhverstaðar!

Ég fór með alla strákana í klippingu niður í bæ á mánudaginn og þvílíkt og annað eins. Ekki það að þeir hafi verið fyrirferðamiklir, alls ekki því þeir gátu horft á video á meðan við biðum (í ca 30 mín). En svo kom mikil lykt af afturenda Hinriks sem þýddi að ég þurfti að fara inn á klósett og reyna að þrífa hann. Þar inni ilmaði allt dásamlega á eftir. Svo seinna þurfti ég að spyrja Eyþór hvort hann væri sáttur við klippinguna, studdi mig við hillu við spegilinn og hrinti henni niður með pottablómi og öllu! Já, ég held að fólkið þarna inni hafi bara verið fegið þegar við fórum út. En strákarnir voru ferlega ánægðir með klippinguna - Eyþór vill meira að segja fá gel í hárið svo það verði flottara!

Jæja, nú verð ég að fara að læra.
hh