STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, september 27, 2006

Internettenging - næstum í höfn!

Jæja, gott fólk, þá erum við næstum því komin með internettengingu! Routerinn er kominn í hús, búið að tengja við Lappann en ekki búið að opna fyrir það. Mér skilst að það verði gert á morgun. Ég reyndar skil ekki þetta system því á einu blaði stóð að við hefðum keypt Gør det selv pakka sem þýðir einfaldlega að við gerum þetta sjálf og að ÞAÐ KEMUR EKKI TÆKNIMAÐUR HEIM. Ef við hins vegar viljum fá tæknimann þá kostar það tæplega 700 dkr. Nú, svo fengum við bréf í pósti þar sem stendur að netið verði opnað þann 28. sept og að TÆKNIMAÐUR KOMI til að setja þetta upp einhverntíman á milli kl. 7:30 og 16:00. Ef enginn er heima þegar hann kemur þá þarf að borga tæplega 700 dkr í sekt!!! Maður þorir ekki einusinni að fara niður í þvottahús af ótta við að það kosti mann um 700 kr! Nei, ég held ég hjóli frekar niður í bæ að spyrja aðeins út í þetta.
Ég er reyndar spenntari yfir að fá að sjá hvort Smart síminn okkar virki eins og skyldi, eftir að við fáum netið!

Nýjustu fréttir eru annars þær að Palli verður í viku í viðbót á íslandi! Það er ömurlegt! Bara ömurlegt! Ferlega, ferlega, ferlega ömurlegt! Ójá! En svona er þetta bara. Held ég fari þá bara í klippingu!

Hinrik var mjög fyndinn um daginn þegar ég sótti hann í leikskólann. Hann er svo óhræddur við að reyna að tala dönsku og þegar hann kvaddi kallaði hann: "Hej, hej. Vi ses i morgen. Hvor gammel er du?" hahahahahaha best að nota bara allt sem maður kann!

Það er búið að ganga frá flugmiða fyrir Eyþór til Íslands þann 12. október og hann kemur heim aftur þann 21. október svo hann nær rétt rúmri viku. Hann er þegar búinn að gera lista í huganum yfir það sem hann langar til að kaupa til að koma með heim aftur. Það er t.d. pakkar af kakósúpu, Vilko búðing, mysing og fleira!

Jæja, er þetta ekki bara nóg í bili.
hh