STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, október 08, 2006

Kvennadagur og Sirkus

Í gær var kvennadagurinn hjá Íslendingafélaginu hér í Sønderborg. Við byrjuðum daginn um kl. 11 með því að fara í smá eltingarleik og svo var farið í bogfimi. Bogfimin var geðveikt skemmtileg. Ég var búin að komast að því, áður en við fluttum hingað, að það væri hægt að æfa bogfimi hérna og ætlaði mér alltaf að fara svo þetta var alveg upplagt að prófa þennan dag. Fyrst prófuðum við allar að skjóta einu sinni, svo var skipt í þrjú lið og farið í keppni. Geðveikt skemmtilegt.
Næst var farið í aðstöðu Íslendingafélagsins (kallað loftið) og borðuð súpa og brauð. Strax á eftir kom einhver kona og var með hláturnámskeið fyrir okkur og var það bæði áhugavert og - jah, mjög fyndið.
Eftir það fengum við tíma til að skipta um föt og setja upp Lancome-lúkk og áttum einnig að semja texta við lag um kvennadaginn. Það var nú lítið mál.
Þá var farið aftur á loftið og þar fengum við grískt hlaðborð og vín - geðveikt gott! En dagskráin var nú ekki aldeilis búin því á eftir matnum fengum við námskeið í línudansi - líka geðveikt gaman. Og erfitt! Vá hvað maður svitnaði við þetta. Svo var bara spiluð tónlist og dansað og borðuð ostakaka í eftirrétt. Þetta var hinn fínasti dagur. Ég fór heim um kl. 11, var alveg búin að fá nóg enda hafði þetta verið langur dagur. Eins gott kannski því í dag hef ég verið að drepast í öðru hnénu, hef bara ekkert getað beygt það!

Í dag fórum við svo í Sirkus sem haldinn var hér í götunni fyrir neðan. Þetta var mjög lítill fjölskyldusirkus en dugði okkur vel. Þau voru með nokkur dýr í sýningunni; nokkra hesta af mismunandi stærðum, geitur, dúfur, hunda og kameldýr. Svo var auðvitað trúður sem okkur fannst hrikalega fyndinn! Þetta var hin ágætasta skemmtun.

Annars er bara venjuleg vika framundan. Ég veit ekki alveg hvernig mér gengur að fara með Hinrik í leikskólann á morgun útaf hnénu á mér. Það kemur í ljós. Þetta er síðasta vikan fyrir haustfrí og á föstudaginn fer bekkurinn minn í keilu. Við Eyþór erum líka að hugsa um að fara í bogfimi á morgun. Það er opið þar tvisvar í viku og maður má prófa fjórum sinnum áður en maður ákveður að gerast meðlimur í klúbbnum þeirra. Nú svo bæði fækkar og fjölgar á heimilinu þessa vikuna því Eyþór fer til Íslands á fimmtudaginn og Palli kemur heim á laugardaginn! Gaman, gaman.
hh