Fyrst eru veðurfregnir:
Í gær var svo kalt að Hinrik var með bláar varir þegar við komum í leikskólann rúmlega 7 og seinnipartinn tók ég fram úlpu handa honum áður en ég sótti hann. Ég fór þá líka í flíspeysu og renndi upp í háls - en er enn berfætt í sandölum. Það er nú ekki orðið "það" kalt!
Í kvöld kl, rúmlega 18, þurfti ég að hjóla út í búð og það var þungskýjað, súld en samt nokkuð hlýtt og það var ekki laust við að ég fengi smá heimþrá - saknaði haustveðursins á Íslandi. En það var nú fljótt að lagast!
Annars gengur allt sinn vanagang hér. Ég þarf að fara að sinna skólanum betur, var farin að dragast aftur úr, en er að reyna að vinna mig upp aftur.
Svo er kvennadagurinn á morgun, ég get nú ekki beint sagt að ég nenni honum en er viss um að það verði gaman. Það er líka eins gott að það verði gaman! Jú, jú, það verður það örugglega. Það er bara svo freistandi að hvíla sig aðeins hér heima. Þetta verður örugglega fínt.
Birgir Tómas: Eyþór kemur til Íslands 12. október og nei, hann er ekki með blogg. Allavega ekki sem hann notar reglulega.
Í gær var svo kalt að Hinrik var með bláar varir þegar við komum í leikskólann rúmlega 7 og seinnipartinn tók ég fram úlpu handa honum áður en ég sótti hann. Ég fór þá líka í flíspeysu og renndi upp í háls - en er enn berfætt í sandölum. Það er nú ekki orðið "það" kalt!
Í kvöld kl, rúmlega 18, þurfti ég að hjóla út í búð og það var þungskýjað, súld en samt nokkuð hlýtt og það var ekki laust við að ég fengi smá heimþrá - saknaði haustveðursins á Íslandi. En það var nú fljótt að lagast!
Annars gengur allt sinn vanagang hér. Ég þarf að fara að sinna skólanum betur, var farin að dragast aftur úr, en er að reyna að vinna mig upp aftur.
Svo er kvennadagurinn á morgun, ég get nú ekki beint sagt að ég nenni honum en er viss um að það verði gaman. Það er líka eins gott að það verði gaman! Jú, jú, það verður það örugglega. Það er bara svo freistandi að hvíla sig aðeins hér heima. Þetta verður örugglega fínt.
Birgir Tómas: Eyþór kemur til Íslands 12. október og nei, hann er ekki með blogg. Allavega ekki sem hann notar reglulega.
<< Home