STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, október 11, 2006

Bogfimi, skólinn og hnémeiðsli!

Við Eyþór létum verða af því að fara í bogfimi á mánudaginn. Eva og Vera dóttir hennar komu líka og líka hann Jói þeirra Ingu Lenu og Hjalta. Þetta var alveg geðveikt skemmtilegt, skemmtilegra heldur en á laugardaginn því nú fengum við almennilegar græjur: örvapoka til að geyma örvarnar í og einhverja leðurpjötlu á fingurna! Ég var búin að segja Ingu og Hjalta, sem voru að passa Hinrik og Marek að við yrðum bara í klukkutíma en áður en við vissum af var þessi klukkutími liðinn og enginn tilbúinn til að fara heim. Ég fór því á undan svo ég gæti farið með strákana heim áður en Hinrik sofnaði. Ég varð reyndar aðeins of sein því hann sofnaði í stofusófanum en ég vakti hann bara. Þau hin voru svo að æfa sig alveg til kl. 19:30.

Hnéð á mér er ekki að verða gott. Það var sæmilegt á mánudaginn, í gær var það verra en vont – þó ekki alslæmt og svo í dag er það þokkalegt. Svona er nú sársaukastuðullinn. Ætli ég sé ekki með íþróttameiðs? Ég meina - bogfimi er flokkuð sem íþrótt, ekki satt?

Ég var alveg við það að fara að grenja og hætta í skólanum í gær. Ég skildi hvorki upp né niður í nokkru sem við vorum að gera, þ.e.a.s. í forritun. Við eigum að skila inn frekar stóru verkefni – miðað við þau sem við höfum verið með – á morgun og ég er svo langt frá því að vera búin með það. Skil ekki einusinni hvernig ég á að vinna það. Við eigum sko að útbúa forrit sem leyfir notandanum að velja sér pizzu frá matseðli, og drykk og svo á hann að geta pantað meira ef hann vill án þess að byrja forritið upp á nýtt. Hljómar kannski ekki svo flókið en það er það ef maður skilur ekki hvernig á að byggja þetta upp. Helv.... !! En ég allavega hætti við að gefast upp þegar ég mundi eftir mánaðarlaununum sem maður getur fengið við svona vinnu sem eru töluvert hærri en kennaralaunin. Vona ég!!

Palli er að fara í Norrænu í dag og kemur á laugardaginn! Húrrrraaa!
hh