STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, október 15, 2006

Kominn til Danmerkur aftur!

Það hafðist. Ég hafði það að af (líkt og hinir farþegarnir með Norrænu) að koma mér til Danmerkur. Og ég sem var alveg búinn að gleyma því hvað ég er sjóveikur og á henni, sjóveikinni, fékk stóri síminn á karlaklósettinu að kenna á, þangað til ég fékk mér sjóveikistöflu. En það er ágætt að ferðast með Norrænu. Að sigla inn til Þórshafnar í Færeyjum er til dæmis fallegt og enn fallegra að sigla inn fjörðinn til Bergen í Noregi( Heyja Norge). Þar er fallegt.

En ég verð að koma á framfæri því sem ég heyrði í sjoppunni á þriðjudaginn var. Það var snilld. Ég sat við borð með Hrannari Har, Stebba Grétars, Tótu kærustu Hrannars Har (og mágkonu Stebba Grétars) og Jóni Hilmari. Þá komu inn Siemens tvíburarnir sem eru Tóti á Staðarbakka og "Gunnar Ægir gerður á Reykjum" eins og ~ritarinn skrifaði hérna um árið. Og allir fóru að spjalla þarna við alla. Aðallega var talað um það hvað lifnaði mikið yfir mér þegar loks var farið að tala um Scania vörubíla en ekki MAN og svo einnig var rætt um nafngiftir fyritækja og einstaklinga. Til dæmis þetta að þeir Tóti og Gunni eru stundum kallaðir Siemens tvíburarnir, og að Stebbi og Hrannar hafi fengið nöfnin Rusli og Basli eða Gámur og Gleypir. En þetta er auðvitað allt í gríni sagt (held ég) og ég óska þeim Hrannari og Stefáni velfarnaðar í snjómokstrinum í vetur og næstu vetur.


En það er fínt að vera kominn til Danaveldis aftur. Á morgun tala ég við Tage Nilsen í JF-Stoll verksmiðjunni. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það verksmiðja sem framleiðir heyvinnuvélar hér í Sönderborg.

Meira seinna.
Palli.