STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, desember 17, 2006

Jólin nálgast óðfluga!

Já, við ákváðum að skreyta fyrr en venjulega. "Venjulega" þýðir sko Þorláksmessa en við höfum yfirleitt ekki skreytt neitt fyrr en þá. En vegna þess að Eyþór fer til Íslands og kemur ekkert heim fyrr en eftir áramót þá ákváðum við að skreyta jólatréð og stofuna (við erum nú ekki vön að skreyta mikið meira en það) í dag. Skreyttum meira að segja piparkökuhús - það er eitthvað sem við höfum ekki gert áður! Við höfum venjulega verið með jólaseríur en það verður einhver breyting á þessi jól. Íbúðin er nefnilega svo gömul og "asnalega" hönnuð að það eru í fyrsta lagi bara ein innstunga inni í svefnherbergjunum og í öðru lagi þá er innstungan við dyrnar - lengst frá gluggunum! Mjög heppilegt eða þannig! Við erum nú svo ljónheppin að það eru heilar tvær innstungur inni í stofu. Við aðra fara allar rafmagnsgræjur heimilisfólksins - nema þær græjur sem tilheyra eldhúsi auðvitað - þ.á.m. tölva, prentari, hub, router, smartsími, flakkari, sjónvarp, PS2, video og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir. Hin innstungan verður notuð til að kveikja á jólatrésseriu.

Annars eru leiðinlegar fréttir; s.k.v mbl.is þá er bilun í sæstreng til Íslands sem þýðir að við höfum mjööööööögggg lélegt - ef eitthvað - samband í smartsímann til Íslands. Ég náði að hringja til Þórunnar systur, en þau heyrðu ekki í mér. Þau ætluðu svo að hringja til baka en þá gátu þau það ekki. Það sem verra er, er að strengurinn kemur sennilega ekki í lag fyrr en eftir 3 vikur! Það er ömurlega langur tími!

Jæja, best að setja inn nokkrar myndir: Desembermyndir