STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, desember 04, 2006

Það var mikið...

...að gera um helgina. Okkur var boðið í jólaglögg hjá fólki sem við rétt könnumst við. Eða öllu heldur ég (Helga) en ekki Palli. Konan heitir Ann, er færeysk og er í sama skóla og ég, að læra fatahönnunartækni. Maðurinn hennar heitir Gísli og er íslenskur. Ann s.s. bauð okkur og ég þáði. Sá hálf partinn eftir því á laugardaginn, því það er alltaf eins - letin að drepa mann en við ákváðum að drífa okkur og sáum sko ekki eftir því. Strákarnir komu með okkur og léku sér allan tímann mjög vel með syni þeirra sem er 8 ára. Það kom líka fleira fólk þarna og þar á meðal maður sem Palli hafði áður hringt í útaf vinnu. Gísli hafði látið mig fá númerið hans. Maður þessi er kallaður Siggi og sátu þeir Palli og spjölluðu mest allt kvöldið. Þá kom í ljós að hann hafði búið um stund á Hvammstanga. Ég kannaðist ekkert við hann, enda ekkert ólíklegt, því eins og allir vita er Hvammstangi svo stór staður að ómögulegt er að þekkja alla sem þar búa eða einhvern tíman hafa búið þar. En þegar hann sagðist hafa verið í hljómsveit með Gassa og Silla kveikti ég á perunni og fattaði hver hann var. Á þeim tíma var hann nefnilega kærasti vinkonu minnar og ég var svo oft með henni í hljómsveitaskúrnum.
Hljómsveit þessi, sem kölluð var Ecco, náði aldrei vinsældum út fyrir Húnavatnssýslu né heldur lagi á vinsældarlista.
Var Gústi Dan einhvern tíman í Ecco? Það er eins og mig minni það, en er ekki viss.

Skemmtilegt það!