STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Frúin í Hamburg

Mikið agaleg ósköp sem maður getur orðið fróður á nokkrum dögum! Nú veit ég alveg heilmikið um jólamarkaðinn í Hamburg. Hér er t.d. ein mynd af honum:

Ansi flott þetta.
Markaðurinn er haldinn frá 27. nóvember til 23. desember og hef ég lesið að fólk í norður Þýskalandi fari hreinlega ekki í jólaskap fyrr en það hefur farið á jólamarkað. Þetta getur reyndar verið kolrangt og alger misskilningur því ég las þetta allt á þýsku. En það hljómar allavega vel! :-)

Það væri nú gaman að kíkja! Bara smá! Einn dag til dæmis. Ha? Palli? Eigum við? Fara bara öll saman. Ha? Þaggibara?

Annars er ég bara að slæpast í skólanum... ja, slæpast og ekki slæpast! Ég er búin með skilaverkefnið sem við eigum að skila á föstudaginn. Já! Þið lásuð rétt, ég er ekki á síðustu stundu! Alls ekki. Svo ég er bara að dunda mér við eitthvað annað... laga kóðann... blogga... lesa póst... spjalla við Hafdísi... borða snúð... drekka kaffi... og margt fleira. Já, það er svo margt sem manni er til lista lagt! Allt þetta get ég gert og margt til.

Ja, hérna... það fer bara að koma hádegismatarhlé! Kominn tími til að fá smá pásu.

Það var Helga sem gaf sér augnarblik frá amstri dagsins til þess að blogga!