Smá update á veðri
Það er svo langt síðan ég hef talað um veðrið hérna að ég er viss um að þið haldið að hér sé alltaf sól og sumar. En nei, það er sko ekki aldeilis svoleiðis. Og því ákvað ég að koma með smá veðurfréttir.
Kl. 7:50 í morgun var hitinn í 2 gráðum, loftraki var 93% og það var hreint út sagt skítakuldi. Ég þurfti að skafa af bílrúðunum áður en við lögðum af stað. Strákunum fannst það alls ekkert leiðinlegt því þetta er sá mesti snjór sem þeir hafa séð hér í Danmörku í tæpt ár!
Þrátt fyrir kuldann er alveg hreint yndislegt haustveður! Sólin er komin upp og litar allt gult og það er alveg stillt. Ég ætla samt bara að hanga inni. Þarf endilega að læra smá... vinna upp verkefni og svoleiðis.
Annars er bara allt í gúddí hér. Það eru kostningar í dag, sem er gott því þá fara helv... auglýsingaskiltin að fara niður. Jii, hvað ég er orðin þreytt á þeim. Hehehehe... þetta minnir mig á skiltin sem við Jóna Magga bjuggum til fyrir nokkrum árum. Það voru sveitastjórnarkostningar og daginn fyrir kjördag þá máluðum við á skilti, vöknuðum svo eldsnemma um morguninn (kl. 5 held ég) og fórum með skiltin niður á bryggju. Við þurftum nefnilega að negla þau á spýtur og vildum ekki taka sjensinn á að einhver vaknaði, þess vegna fórum við niður á bryggju. Hahahahaha... guð hvað við hlóum mikið. Síðan fórum við fyrir utan hverja kostningaskrifstofu og negldum niður skiltin þannig að fyrir utan skrifstofu Framsóknarflokksins var skilti sem á stóð "X-B fyrir brjóstabínur", Sjálfstæðisflokkinn: "X-D fyrir dásamlegar dísir", T-listann: "X-T fyrir tælandi tátur" og ég man ekki hvað stóð á S-lista skiltinu. Voru svo nokkuð fleiri flokkar með framboð? En mikið hrikalega fannst okkur þetta fyndið! Og flestir höfðu líka húmor fyrir þessu, ég frétti reyndar að einn flokkurinn hafði það ekki og tók skiltið strax niður. Það er svona fíflagangur sem gefur lífinu lit! :-)
Það var Helga sem sagði pólitískar veðurfréttir úr nafla Evrópu.
Kl. 7:50 í morgun var hitinn í 2 gráðum, loftraki var 93% og það var hreint út sagt skítakuldi. Ég þurfti að skafa af bílrúðunum áður en við lögðum af stað. Strákunum fannst það alls ekkert leiðinlegt því þetta er sá mesti snjór sem þeir hafa séð hér í Danmörku í tæpt ár!
Þrátt fyrir kuldann er alveg hreint yndislegt haustveður! Sólin er komin upp og litar allt gult og það er alveg stillt. Ég ætla samt bara að hanga inni. Þarf endilega að læra smá... vinna upp verkefni og svoleiðis.
Annars er bara allt í gúddí hér. Það eru kostningar í dag, sem er gott því þá fara helv... auglýsingaskiltin að fara niður. Jii, hvað ég er orðin þreytt á þeim. Hehehehe... þetta minnir mig á skiltin sem við Jóna Magga bjuggum til fyrir nokkrum árum. Það voru sveitastjórnarkostningar og daginn fyrir kjördag þá máluðum við á skilti, vöknuðum svo eldsnemma um morguninn (kl. 5 held ég) og fórum með skiltin niður á bryggju. Við þurftum nefnilega að negla þau á spýtur og vildum ekki taka sjensinn á að einhver vaknaði, þess vegna fórum við niður á bryggju. Hahahahaha... guð hvað við hlóum mikið. Síðan fórum við fyrir utan hverja kostningaskrifstofu og negldum niður skiltin þannig að fyrir utan skrifstofu Framsóknarflokksins var skilti sem á stóð "X-B fyrir brjóstabínur", Sjálfstæðisflokkinn: "X-D fyrir dásamlegar dísir", T-listann: "X-T fyrir tælandi tátur" og ég man ekki hvað stóð á S-lista skiltinu. Voru svo nokkuð fleiri flokkar með framboð? En mikið hrikalega fannst okkur þetta fyndið! Og flestir höfðu líka húmor fyrir þessu, ég frétti reyndar að einn flokkurinn hafði það ekki og tók skiltið strax niður. Það er svona fíflagangur sem gefur lífinu lit! :-)
Það var Helga sem sagði pólitískar veðurfréttir úr nafla Evrópu.
<< Home