STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, nóvember 05, 2007

Vika eitt. :-)

Jahérna, ég lifði af fyrstu vikuna þar sem ég er alein með strákana.
Ég er með góða geðheilsu.
Strákarnir eru heilir á húfi.
Þeir eru líka með ágæta geðheilsu!
Ég er búin að horfa á alla 1. seríuna af Dexter og alla þætti í 2. seríu sem búið er að sýna!
Enn með góða geðheilsu.

Palli er á Íslandi.
Held hann sé með ágæta geðheilsu... veit ekki annað.
Held hann ætti kannski að kasta inn eins og einni eða tveimur færslum hér á bloggið.

Ég er meira að segja búin að ná því að mæta í skólann á hverjum degi AMK 5 MÍNÚTUM FYRIR 8. Á hverjum degi, var ég búin að segja það? Það er reyndar ekki nema að hluta til mér að þakka, og að mestu strákunum að þakka því Marek er farinn að taka upp á því að láta vekjaraklukku hringja og vekja sig klukkan 6 á hverjum morgni - eins og Eyþór gerir - og svo þegar ég vakna rétt fyrir 7 er hann komin á fætur, búinn að borða morgunmat og er að horfa á teiknimyndir í sjónvarpinu. Og hann er jafnvel búinn að vekja Hinrik líka! Þannig að þeir eru aldeilis vel vakandi þegar við þurfum að fara út.
Eyþór hefur gert þetta í u.þ.b. 2 ár. Vaknar eldsnemma, borðar, klæðir sig og fer svo í tölvuna eða horfir á sjónvarpið. Honum finnst hann svo miklu betur vakandi þegar hann fer í skólann og ekki dottandi í tímum. Mér dettur ekki í hug að banna þetta, en ég set samt mörkin við kl. 6. Þ.e.a.s. þeir mega ekki fara að vakna fyrir klukkan 6 - nema þeir fari þá þeim mun fyrr að sofa á kvöldin!

Þetta minnir mig nú reyndar á það að í amk 2 ár var ég með auka vekjaraklukku sem hringdi alltaf kl. 4 á nóttinni því mér fannst SVO GOTT að slökkva á henni aftur, vitandi það að ég gæti sofið í amk 3 tíma til viðbótar! Er maður í lagi??