STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, október 17, 2007

Dagur fjögur í einsemd og barnleysi.

Jah, það hefur nú aldeilis verið mikið að gera hjá mér hér í einsemdinni og barnleysinu. Og er nóg framundan. Það sem er framundan er frekar óspennandi því það inniheldur tiltekt (oj) en ég á samt eftir að gera eitt skilaverkefni sem á að skilast á mánudaginn.

Ég er annars búin að vera ógeðslega dugleg þessa daga: er næstum því búin að horfa á alla fyrstu seriuna af Survivor... ó já.. ég meina, er búin að sitja niðri í skóla frá sólarupprás til sólseturs...
Nei svona í alvöru þá er ég búin að vera í skólanum að læra frá 9 á morgnana til að verða 4, nema á mánudag en þá var ég fram yfir kvöldmat.

Ástæðan: var að reyna að fá eitt forrit til að virka.
Árangur: Enginn... eða lítill.

Þetta var skilaverkefni þar sem við áttum að búa til einfalt spjallrásarforrit. Ekki flókið verkefni - segir tilfinningin mér, en algörlega ómögulegt að leysa það sem skildi.
Það endaði því að ég gafst upp og skilaði hálfkláruðu verkefni. Vildi ekki eyða öllu fríinu í þetta.

Nú í kvöld kom Hafdís aðeins til mín. Við vorum að útbúa skemmtiefni fyrir Póllandsferðina sem verður eftir tæpa viku! Vá hvað ég þarf að fara að útbúa gagnagrunn fyrir skemmtiefnahugmyndir.

Hafdís er nú farin og þá ætla ég að sökkva mér ofan í restina af Survivor.
Þar til síðar!