Sveitaferð
Í dag fórum við í sveitaferð. Það var svona "Bændur bjóða heim" dagur og við völdum að skoða kúabú. Eins og við höfum ekki séð svoleiðis áður! En þetta var risastórt kúabú með tveimur mjaltarróbótum og fannst strákunum ansi spennandi að sjá þegar verið var að mjólka kýrnar. Marek fullyrti að hann hefði nú fundið hvar mjólkin er búin til!
Við fengum svo að smakka á ýmsum mjólkurvörum - þeim sem finnst svoleiðis gott á annað borð!
Annars er lítið að frétta af þessum herstöðvum. Allt við sinn vanagang. Strákarnir spila PlayStation allan daginn - þeir mega það ekki á virkum dögum.
Meira síðar.
Við fengum svo að smakka á ýmsum mjólkurvörum - þeim sem finnst svoleiðis gott á annað borð!
Annars er lítið að frétta af þessum herstöðvum. Allt við sinn vanagang. Strákarnir spila PlayStation allan daginn - þeir mega það ekki á virkum dögum.
Meira síðar.
<< Home