STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Frekar bissý helgi

Já, ekki nóg með að við hefðum farið á menningarnótt á föstudag heldur var mikið um að vera í gær líka. Ég fór út með Eyþór rúmlega hálf tíu til að keyra hann á "Rollespil" mót en rollespil er svona hlutverkaleikur þar sem þátttakendur eru klæddir í búninga og verða að ákveða hvort þeir eru álfar, menn, okrar eða eitthvað annað sem ég kann ekki að nefna. Þetta er svona í anda Lord of the Rings.

Allavega, eftir að hafa farið á vitlausan stað og leitað þar og farið heim aftur til að hringja í bekkjarfélaga Eyþórs fundum við þetta loksins en til þess að keyra þangað (rétt fyrir utan Sønderborg) þá þurftum við að keyra í gegnum æfingarsvæði herskólans. Þar voru skilti sem sögðu að það væri opið hús þann daginn. Við Þórunn ákváðum því að fara með hina tvo strákana mína og Önju í herskólann. Andri hafði gist hjá vini sínum og var því ekki heima.
Hinrik í hermannabúning Marek í hermannabúning Eyþór í hlutverkaleik

Þetta var hin fínasta skemmtun. Verst að við vorum svo seint á ferðinni að við misstum af barnaherskólanum en þar fengu börn hermannabúninga, voru máluð í framan og voru látin fara í þrautabraut. Mjög skemmtilegt sagði Hafdís sem fylgdi sínum dætrum.

Í dag fórum við svo í afmælisveislu hjá henni Dagnýju Evu. Það var rosalega gaman, fullt af fólki, fleiri börn og enn fleiri dýrindis kökur! Guð, hvað ég elska kökur!