STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Þrusugóður dagur!

Já, þetta var sko alveg hreint ágætur dagur þrátt fyrir að hann byrjaði með því að Gunni mágur vakti mig. Eða næstum því. Hann allavega kom og heimtaði kaffi svo ég varð að fara á fætur! Palli hafði farið í nótt að vinna, er á leiðinni til Frakklands. Oh, mig langar í vinnu þar sem ég verð send mikið erlendis!

Eftir hádegi fórum við LOKS niður á strönd. Og gátum meira að segja verið lengi þar því það var nægilega heitt. Pæliði í því.

Hrund hringdi svo í mig og boðaði mig/okkur út í skóg um kl. 5 með grillmat því einhverjir íslendingar ætluðu að hittast þar og grilla. Við mættum auðvitað og þegar allir voru mættir voru þetta:
Ég og strákarnir tveir.
Þórunn, Gunni og börnin tvö.
Hrund, Steini og dæturnar þrjár.
Hafdís, Leifur og börnin þrjú.
Gauti, Stefanía og börnin tvö.
Dísa, Snorri og Dagný Eva.
Og svo eitt par sem ég þekki ekki með einn strák.
Reyndar voru þarna einhverjir unglingar líka sem ég veit ekki hverjum tilheyra! Uss, ég er bara alger rati í þessu. En þetta var gaman og það er hægt að sjá á myndunum í mínu albúmi og svo eru líka myndir í albúminu hennar Þórunnar.



Og já, ég fór til Hafdísar í gær og hún litaði hárið mitt mjög dökkt. Já, dagar mínir sem ljóska eru taldir. Enda er það svo lítið ég að vera ljóska... löngu hætt að vinna á Kiðagili og svona! Hehehe...