Íslandsferðir
Eyþór Logi er farinn til Íslands í sumarfrí. Ég keyrði hann til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn og fékk að fylgja honum alla leið inn í flugvél. Hann kemur ekki aftur fyrr en 8. ágúst. Við erum strax farin að sakna hans!
En það eru fleiri á leiðinni til Íslands. Það er búið að panta ferð fyrir allan karlpeninginn hér á heimilinu í vetrarfríinu í október. Kvennpeningurinn ætlar að sinna náminu - alein og barnlaus í heila viku. Eins og sjá má á niðurteljaranum eru SUMIR farnir að hlakka ansi mikið til þess að fara HEIM.
En það eru fleiri á leiðinni til Íslands. Það er búið að panta ferð fyrir allan karlpeninginn hér á heimilinu í vetrarfríinu í október. Kvennpeningurinn ætlar að sinna náminu - alein og barnlaus í heila viku. Eins og sjá má á niðurteljaranum eru SUMIR farnir að hlakka ansi mikið til þess að fara HEIM.
<< Home