STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, júní 09, 2007

Smá ferðalag

Já, ferðalagið til Kaupmannahafnar er lokið. Við mættum beint í Sendiráð Íslands á hádegi á föstudag og vorum það í ca hálftíma. Eftir það vildi Eyþór ólmur fara í dótabúðina (BR) sem er á Strikinu en við fórum þangað fyrir tveimur árum síðan þegar við komum hingað til að skoða. Strákarnir voru sko alveg að fíla þessa dótabúð og fengu að kaupa sér lítið dót hver. Það var mjög fyndið á Strikinu var götulistamaður sem var eins og stytta með dós undir peninga við fæturna. Marek þorði ekki að gefa honum pening en Hinrik fór alveg óhræddur og gaf honum pening. Um leið og hann lét krónuna detta í dósina hreyfði maðurinn sig og Hinrik greyið brá svo rosalega að ég hélt hann færi að gráta. En honum fannst þetta svo fyndið að hann vildi gefa manninum aftur og aftur. Eyþór gaf honum líka svo á endanum var maðurinn örugglega orðinn ansi ríkur! Marek vildi ekkert koma nálægt honum!

Því næst fórum við yfir Eyrarsundsbrúna og í heimsókn til Birgittu Sievert í Malmö. Það var geðveikt gaman, það er alltaf eins og maður hafi bara hitt hana í gær. Við náðum að stoppa þar í tæplega 3 tíma en þá var brunað yfir Sjáland... yfir Fjón og yfir á Jótland, beygt norðureftir og keyrt norður nálægt Grenå en þar voru Skúli, Ester og börn og tengdabarn með sumarbústað á leigu. Við vorum ekki komin þangað fyrr en eftir kl. 1 og kjöftuðum til kl. 3! Það var líka alveg frábært að hitta þau.
Við komum svo heim aftur í kvöld.

Það er búið að vera næstum því óbærilega heitt í dag og alveg hrikalegt að ferðast í svona veðri þegar maður er ekki með loftkælingu í bílnum. Hitinn fór upp í ca 30 stig hjá Ester og Skúla í dag. Eyþór greyið brann aftan á hálsinum, þrátt fyrir að hafa verið með sólarvörn nr 15 smurða ríkulega á hann. Ég er bara að vera geðveikt brún. Því til sönnunnar set ég hér inn myndir.
Ég er líka búin að setja inn fullt af myndum frá síðustu dögum.

Og hér kemur bloggfærsla sérstaklega handa henni móðursystur minni frá Palla:
Kæra Gunna Jónsdóttir mín. Skúli sagði mér í dag að þú saknir þess að sjá bloggin mín.
Ég ætla að bregðast ofurskjótt við (svona eins og merin sem var úti í haga með folaldið sitt en folald þetta var einnig ofurskjótt..... hvílík litasamsetning) og henda hérna einu bloggi til þín alveg hreint í hvelli.
Ég er reyndar enn að pæla í þvi hvað ég gæti sagt þér...... mér dettur ekkert í hug ennþá sko..... 27,256 sekúndum síðar:
Jú, hér kemur það. Við fórum sem sagt í þetta ferðalag. Aksturinn var upp á 1085 km frá því klukkan 08:00 á föstudagsmorgni og þar til klukkan 19:00 nú í kvöld (einum og 1/2 sólarhring síðar). Bíllinn okkar eyddi ekki nema 7,8 lítrum á hverja 100 km sem hann rúllaði sem þýðir að við höfum mengað andrúmsloftið með ca 78 lítrum af bensíni.
Ég settist inn í Citroen bílinn sem Skúli og Ester tóku á leigu og ég held að þú bráðnir ef ég segi þér allar tölulegar staðreyndir um hann. Það geta þau gert og ég hef þetta gott í bili.
Hafðu það gott og takk fyrir að nenna að lesa bloggin mín.
Þinn "bloggvinur",
Palli.

Smá hérna í viðbót: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=2837