Ný bloggfærsla
Hvaða bull og viteysa er þetta í kommentunum! Við lifum mjög innihalds- og viðburðaríku lífi hér í Syðriborg.
Já eins og Hrund minntist á þá er búið að vera mikil rigning undanfarið. Mjög skemmtileg rigning verð ég að segja því droparnir falla lóðrétt en ekki lárétt svo við getum öll gengið um með regnhlífar. Það er líka heitt í veðri, rúmlega 15 stiga hiti sem þýðir þrumuveður! Og hvað gera Íslendingar þá? Jú, við opnum alla glugga svo við heyrum örugglega í þeim! Og Marek skilur ekkert í því hvað Guð sé mikið reiður.
Hinrik átti s.s. afmæli á sunnudaginn. Hann fékk þrjá pakka og svo fullt af pening sem hann var mjög ánægður með! Hann ákvað strax að kaupa sér eitthvað DÝRT dót. Svo í dag var brunað í A-Z verslunina, því hann hafði séð eitthvað Pirates Of The Caribbean dót þar. Það sem hann langaði í var ekki til en hann keypti sér einhvern karl úr sömu seríu og svo bílapakka með 25 bílum. Þetta kostaði allt saman tæplega 60 krónur og hann á rúmlega 400 eftir!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en Hinrik keypti sér Play Station tölvuleik um daginn sem heitir Cars (eða Crash eins og hann sagði alltaf fyrst) og eftir það hefur orðið vopnahlé á heimilinu og bílar eru allt í einu orðnir IN og hver einasta drusla - og traktorar - hafa fengið mikilvægt hlutverk. Svo þeir bræður urðu heldur betur ánægðir með þessa 25 bíla sem bættust í hópinn í dag.
Verkefnavinnan gengur vel. Prófalestur gengur ekkert. Gæti kannski gert betur þar og BYRJAÐ að lesa! Við skilum verkefninu eftir akkúrat 2 vikur. Svo líða 2 vikur í viðbót og þá kemur prófið. Úff...
Er farin að horfa á Lost - elska þessa þætti. Hver hefur ekki horft á þá?
Já eins og Hrund minntist á þá er búið að vera mikil rigning undanfarið. Mjög skemmtileg rigning verð ég að segja því droparnir falla lóðrétt en ekki lárétt svo við getum öll gengið um með regnhlífar. Það er líka heitt í veðri, rúmlega 15 stiga hiti sem þýðir þrumuveður! Og hvað gera Íslendingar þá? Jú, við opnum alla glugga svo við heyrum örugglega í þeim! Og Marek skilur ekkert í því hvað Guð sé mikið reiður.
Hinrik átti s.s. afmæli á sunnudaginn. Hann fékk þrjá pakka og svo fullt af pening sem hann var mjög ánægður með! Hann ákvað strax að kaupa sér eitthvað DÝRT dót. Svo í dag var brunað í A-Z verslunina, því hann hafði séð eitthvað Pirates Of The Caribbean dót þar. Það sem hann langaði í var ekki til en hann keypti sér einhvern karl úr sömu seríu og svo bílapakka með 25 bílum. Þetta kostaði allt saman tæplega 60 krónur og hann á rúmlega 400 eftir!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en Hinrik keypti sér Play Station tölvuleik um daginn sem heitir Cars (eða Crash eins og hann sagði alltaf fyrst) og eftir það hefur orðið vopnahlé á heimilinu og bílar eru allt í einu orðnir IN og hver einasta drusla - og traktorar - hafa fengið mikilvægt hlutverk. Svo þeir bræður urðu heldur betur ánægðir með þessa 25 bíla sem bættust í hópinn í dag.
Verkefnavinnan gengur vel. Prófalestur gengur ekkert. Gæti kannski gert betur þar og BYRJAÐ að lesa! Við skilum verkefninu eftir akkúrat 2 vikur. Svo líða 2 vikur í viðbót og þá kemur prófið. Úff...
Er farin að horfa á Lost - elska þessa þætti. Hver hefur ekki horft á þá?
<< Home