STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, maí 07, 2007

Drengirnir eitthvað ósáttir

Hinrik spurði rétt áðan hvað klukkan væri. Ég svaraði að hún væri alveg að verða 8 - og eins og hann veit mæta vel fer maður að hátta klukkan átta. Hann var greinilega ekki alveg tilbúinn til þess og sagði því í hálfhljóði: Oh, djöfudans... (og bætti svo við) ...andskatsson!

Við fórum til Þýskalands á laugardaginn - öll 5 aldrei þessu vant. Palla vantaði að kaupa sér föt og við ákváðum að vera ekkert að finna pössun fyrir strákana heldur taka þá alla með og gera eitthvað skemmtilegt í Flensborg. Marek var sko alls ekki sáttur. Honum finnst HUNDLEIÐINLEGT í Þýskalandi því það skilur hann enginn. Ég sagði honum að það væri ekki í boði að verða eftir og að hann yrði að koma með. Eftir fullt af afsökunum sem ekkert virkuðu á móðurina sagði hann ákveðinn og stappaði um leið fæti í gólfið: Ókei, en eftir þessa ÚTFERÐ þá fer ég aldrei aftur til Þýskalands!

Já þeir eru algjörir gullmolar þessir drengir!