PK Transport best.... og veðrið líka.
Sælt fólk.
Ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð ánægður með fyrirtækið sem ég er að vinna hjá. Ole, kallinn sem stjórnar því hvað ég geri, virðist vera fínasti fýr. Ég sagði honum að ég þyrfti helst að vera kominn snemma heim á föstudaginn 18. maí næstkomandi vegna þess að við Helga erum að fara í fimmtugsafmæli Reginu frænku minnar og svo er líka þetta "tsjallens gigg", sem ég ætla að spila í, sama kvöld. Ole sagði við mig: (þýtt yfir á íslensku) "O: -Spilarðu já? Á hvað spilarðu? P: -Ég spila á bassa. O: - Og hefurðu gert það lengi? P: -Tjahh... ég byrjaði að spila á bassa fyrir ca 15-16 árum. O: -Já já Palli. Þetta verður ekkert mál. Minntu mig bara á þetta snemma í vikunni sem þetta er og við látum þetta gerast. Ekkert mál." Algjör snilld. Og miðað við það sem Grímur segir (Grímur vinur minn var sem sagt að vinna hjá PK Transport áður en hann flutti heim, en hann gerir það á morgun :-)) er þetta ekki hægt hjá þeim fyrirtækjum sem hann hefur verið hjá hér í DK og það er komin góð reynsla á Íslendinga hjá PK Transport sem er frábært.
Og hér er mynd af tækinu sem ég að vinna á..... SPES FYRIR Gunnu "tengdamóursystur" mína :-)
Þetta er gamall og ljótur bíll að utan en fallegur að innan.... EEEN af fenginni reynslu er EKKI sniðugt að tala mikið um bíla hér á þessu bloggi þar sem að flestum sem lesa þetta finnst leiðinlegt að lesa um bíla. Nema Hallfríði frænku minni, Guðnýju systur minni og fyrrnefndri Gunnu "tengdamóðursystur" minni.
Það hefur verið svo gott veður núna undanfarna daga, mikil sól og þess háttar eins og Helga hefur verið DUGLEG að tjá ykkur, að vinstri hendin á mér er orðin fagur "tönuð" á meðan hægri hendin fær að gjalda fyrir það að vera þeim megin á líkama mínum. Þetta er sennilega út af því að sú vinstri fær að hanga í sólinni allavega hálfan daginn á meðan sú hægri er í sólinni miklu minna en hálfan daginn. Svo ég er að verða flekkóttur. Eða skjóttur.
Eurovision:????? Hefur einhver áhuga á því?
Ekki ég svo ég tjái mig ekki um það, Helga sér um þá deildina enda sú deild BARA fyrir kennara og furðufugla :-) HEHEHEHEHAHAHHAAAAAAAHAHAHAHAHAAHAHAHAAAAA.
Kveðja,
Palli.
Ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð ánægður með fyrirtækið sem ég er að vinna hjá. Ole, kallinn sem stjórnar því hvað ég geri, virðist vera fínasti fýr. Ég sagði honum að ég þyrfti helst að vera kominn snemma heim á föstudaginn 18. maí næstkomandi vegna þess að við Helga erum að fara í fimmtugsafmæli Reginu frænku minnar og svo er líka þetta "tsjallens gigg", sem ég ætla að spila í, sama kvöld. Ole sagði við mig: (þýtt yfir á íslensku) "O: -Spilarðu já? Á hvað spilarðu? P: -Ég spila á bassa. O: - Og hefurðu gert það lengi? P: -Tjahh... ég byrjaði að spila á bassa fyrir ca 15-16 árum. O: -Já já Palli. Þetta verður ekkert mál. Minntu mig bara á þetta snemma í vikunni sem þetta er og við látum þetta gerast. Ekkert mál." Algjör snilld. Og miðað við það sem Grímur segir (Grímur vinur minn var sem sagt að vinna hjá PK Transport áður en hann flutti heim, en hann gerir það á morgun :-)) er þetta ekki hægt hjá þeim fyrirtækjum sem hann hefur verið hjá hér í DK og það er komin góð reynsla á Íslendinga hjá PK Transport sem er frábært.
Og hér er mynd af tækinu sem ég að vinna á..... SPES FYRIR Gunnu "tengdamóursystur" mína :-)
Þetta er gamall og ljótur bíll að utan en fallegur að innan.... EEEN af fenginni reynslu er EKKI sniðugt að tala mikið um bíla hér á þessu bloggi þar sem að flestum sem lesa þetta finnst leiðinlegt að lesa um bíla. Nema Hallfríði frænku minni, Guðnýju systur minni og fyrrnefndri Gunnu "tengdamóðursystur" minni.
Það hefur verið svo gott veður núna undanfarna daga, mikil sól og þess háttar eins og Helga hefur verið DUGLEG að tjá ykkur, að vinstri hendin á mér er orðin fagur "tönuð" á meðan hægri hendin fær að gjalda fyrir það að vera þeim megin á líkama mínum. Þetta er sennilega út af því að sú vinstri fær að hanga í sólinni allavega hálfan daginn á meðan sú hægri er í sólinni miklu minna en hálfan daginn. Svo ég er að verða flekkóttur. Eða skjóttur.
Eurovision:????? Hefur einhver áhuga á því?
Ekki ég svo ég tjái mig ekki um það, Helga sér um þá deildina enda sú deild BARA fyrir kennara og furðufugla :-) HEHEHEHEHAHAHHAAAAAAAHAHAHAHAHAAHAHAHAAAAA.
Kveðja,
Palli.
<< Home