Það er komin helgi!
Já, það er búið að vera nóg að gera í skólanum við prófverkefnið okkar. Eins og ég hef sagt áður þá eigum við að hanna forrit fyrir blóðbanka. Sem er svosem ekkert í frásögur færandi. Nema hvað að blóðbankinn hringdi í mig í gær og boðaði mig í blóðgjöf á mánudaginn. Ég var ekki lengi að segja já og hugsaði mér gott til glóðarinnar að fylgjast vel með hvernig ferlið fer fram allt saman. Reyndar þó ég færi ekki á mánudaginn þá fer ég á fimmtudaginn því allur bekkurinn fer í kynnisferð í blóðbankann. En ég reikna ekki með að við getum fengið að fylgjast með blóðtökuferlinu.
Annars gengur verkefnið vel og við erum alveg á áætlun.
Palli kemur líklega heim í dag og er þá bara kominn í helgarfrí! Það er sko nefnilega frídagur á morgun. Það verður skrítið að hafa hann heima í heila 2 daga! Hann er búinn að vera að vinna svo mikið að hann hefur komið heim seinnipartinn á laugardögum og farið aftur eldsnemma á mánudagsmorgni. En nú er hann kominn með fasta vinnu (er ekki lengur í afleysingum) svo hann kemur LÍKLEGA örlítið oftar heim.
Ég er að vona að hann komi heim í dag fyrir kvöldmat því mig langar til að fara á tískusýningu hjá fatahönnuðunum hér í skólanum. Það er 2. árið - útskriftarnemendurnir - sem eru að fara að sýna hönnun sína.
jæja, kominn tími í Economy!
Annars gengur verkefnið vel og við erum alveg á áætlun.
Palli kemur líklega heim í dag og er þá bara kominn í helgarfrí! Það er sko nefnilega frídagur á morgun. Það verður skrítið að hafa hann heima í heila 2 daga! Hann er búinn að vera að vinna svo mikið að hann hefur komið heim seinnipartinn á laugardögum og farið aftur eldsnemma á mánudagsmorgni. En nú er hann kominn með fasta vinnu (er ekki lengur í afleysingum) svo hann kemur LÍKLEGA örlítið oftar heim.
Ég er að vona að hann komi heim í dag fyrir kvöldmat því mig langar til að fara á tískusýningu hjá fatahönnuðunum hér í skólanum. Það er 2. árið - útskriftarnemendurnir - sem eru að fara að sýna hönnun sína.
jæja, kominn tími í Economy!
<< Home