STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, apríl 20, 2007

Tískusagan

Ég náði í myndbandsbrot í gær sem var af árshátíð sem haldin var í Laugarbakkaskóla 1986! Ég var þá.... hmmm... 14 ára og var kynnir. Ég auðvitað sýndi strákunum aðeins, við nenntum nú ekkert að horfa á allt dótið enda mynd- og hljóðgæðin aðeins lakari en við eigum að venjast.

Allavega. Nú í morgun vorum við inni í eldhúsi að borða morgunmat þegar Hinrik sagði:

- Mamma, myndin sem var af þig sem þú varst lítil...?
- Já?
(Sagt með mikilum umhyggjutón) - Var það ekki skemmtilegt fyrir þig?
- Jú.
Örstutt þögn, svo sagt með festu:
- Ekki fyrir mig!

Hvað meinar hann? Fannst honum pínlegt að horfa á móður sína á einu besta ári tískusögunnar, íklæddri einhverju bláu, sennilega ofsalega síðri skyrtu, með breitt svart belti um sig miðja. Ekki nóg með það heldur var hárgreiðslan óaðfinnanleg, vel greitt aftur í hliðum, örlítill brúskur upp að ofan, toppurinn til hliðar og svo voru axlasíðir eyrnalokkar til að kóróna allt saman! Nei, nei, toppurinn hlýtur að vera að ég sá glitta í appelsínugult pils undir þessu sem virðist vera ofsalega síð skyrta! Yndislegt! :-)Hahahahahahaha... við nánari skoðun sé ég að mér hefur greinilega fundist vanta eitthvað upp á fylgihlutina svo ég hef bætt við bláum borða í hárið (!!!) og perluhálsfesti! Ég veit ekki á hvaða lyfjum ég hef verið (nei ég er ekki að tala um klæðnaðinn hér) því ég man ekki rassgat eftir þessu. Ekki bara lúkkinu heldur atriðunum á árshátíðinni eða nokkru öðru! Merkilegt!

Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt! Látið ykkur nú hlakka til næsta Eurovision bloggs! :-)
Posted by Picasa