Páskar.
Gleðilega páska!
Við tókum forskot á sæluna og borðuðum páskamatinn í gær, hangikjöt og meððí. Og svo fengum við íslensk páskaegg í dag! Nammigott!
Við Lóa og Helga fórum AÐEINS á rúntinn í gær. Ætluðum aðeins að líkja á flóamarkað. Og þar komumst við aldeilis í feitt. Reyndar var annar staðurinn sem við fórum á Antíkbúð en hitt var markaður. Á markaðinum var hægt að fá allt frá nærbuxum og þvagflösku upp í húsgögn og matarstell! Verst var að þetta var frekar dýrt - svona miðað við flóamarkað. Ég sá þarna geðveikan stól sem mig langaði í. Hann hefði verið flottur á svalirnar maður! En hann átti að kosta 1200 DKr og svo var þarna gömul fiðla í harðri tösku með tveimur bogum sem mig langaði líka mjög mikið í en hún átti að kosta 1400 kr. En þar sem mig VANTAR hvorugt, var þetta ekki keypt. Ég hlýt að finna eitthvað ódýrara í sumar. En annars keypti ég kertastjaka með gleri - sem því miður brotnaði stuttu eftir að við komum heim (Marek varð alveg miður sín því hann vorkenndi mér svo að þurfa að henda því sem ég var nýbúin að kaupa), vínrekki - sem verður sennilega alltaf hálftómur og kleinuspaði úr áli. Nú getur maður farið út í kleinuframleiðslu!
En eruð þið ekkert farin að sakna Eurovisionbloggs? Eigum við að tala oftar um veðrið? Eða á ég að skrifa meira um flóamarkaði? Skoðið þið myndirnar okkar? Viljiði kannski fleiri bílaupplýsingar frá Palla? Látið skoðanir ykkar í ljós, endilega!
Við tókum forskot á sæluna og borðuðum páskamatinn í gær, hangikjöt og meððí. Og svo fengum við íslensk páskaegg í dag! Nammigott!
Við Lóa og Helga fórum AÐEINS á rúntinn í gær. Ætluðum aðeins að líkja á flóamarkað. Og þar komumst við aldeilis í feitt. Reyndar var annar staðurinn sem við fórum á Antíkbúð en hitt var markaður. Á markaðinum var hægt að fá allt frá nærbuxum og þvagflösku upp í húsgögn og matarstell! Verst var að þetta var frekar dýrt - svona miðað við flóamarkað. Ég sá þarna geðveikan stól sem mig langaði í. Hann hefði verið flottur á svalirnar maður! En hann átti að kosta 1200 DKr og svo var þarna gömul fiðla í harðri tösku með tveimur bogum sem mig langaði líka mjög mikið í en hún átti að kosta 1400 kr. En þar sem mig VANTAR hvorugt, var þetta ekki keypt. Ég hlýt að finna eitthvað ódýrara í sumar. En annars keypti ég kertastjaka með gleri - sem því miður brotnaði stuttu eftir að við komum heim (Marek varð alveg miður sín því hann vorkenndi mér svo að þurfa að henda því sem ég var nýbúin að kaupa), vínrekki - sem verður sennilega alltaf hálftómur og kleinuspaði úr áli. Nú getur maður farið út í kleinuframleiðslu!
En eruð þið ekkert farin að sakna Eurovisionbloggs? Eigum við að tala oftar um veðrið? Eða á ég að skrifa meira um flóamarkaði? Skoðið þið myndirnar okkar? Viljiði kannski fleiri bílaupplýsingar frá Palla? Látið skoðanir ykkar í ljós, endilega!
<< Home