STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

sunnudagur, mars 18, 2007

Einum færra

Einn hamstraunginn er týndur! Við vorum að þrífa búrið áðan og þá voru bara 4 ungar og svo mamman en ég get svo svarið fyrir að ungarnir áttu að vera 5. Er það annars ekki örugglega? Jú, þeir voru 5. Palli rótaði í saginu í búrinu en ekkert var þar. Þá er bara tvennt til í stöðunni; annaðhvort hefur unginn náð að sleppa og leikur lausum hala í íbúðinni (engin merki samt um það í kringum borðið þar sem búrið er) eða að hann hafi orðið matur fyrir hina! Ojjjj.... ég veit ekki hvort mér þykir verra... eða skárra. Bæði er vont og hvorugt venst!
Veit einhver eitthvað um það hvort það sé algengt að þeir séu étnir orðnir þriggja vikna gamlir??
Kerlingin var eitthvað að argast í þeim um daginn, Eyþór sagði að hún léti þá ekki í friði og væri alltaf að bíta í þá, veit ekki hvort hún lét svoleiðis við einn eða alla.
Ojjj.