STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Eurovision
ekki í síðasta sinn sem þið sjáið þennan titil

Já, ég er komin í rokna Eurovision stuð! Ég náði í 14 lög á netinu og hef verið að hlusta á þau nú á meðan ég hef við að vinna verkefni sem ég þarf að skila á morgun. Þar sem ég er "næstum" búin með verkefnið ætla ég aðeins að segja nokkur orð um þessi 14 lög.
  • Finnland: Kraftmikið lag, sungið af söngkonu, og minnir svolítið á hljómsveitina Evanescence. Já bara nokkuð flott lag
  • Rúmenía: Byrjunin minnti mig svolítið á lagið "La Camisa Negra" með Juanes - fyrir þá sem þekkja það, en það breytist svo, þar sem m.a. að takturinn verður hraðari þegar líður á lagið. Skrítið en nokkuð skemmtilegt lag sem þarf að hlusta á oftar en einu sinni. Það er sungið á 6 tungumálum; frönsku, ítölsku, spænsku, rúmensku, rússnesku og ensku.
  • Írland: Lagið byrjar mjög flott, mjög þjóðlegt, en ég fíla alls ekki þegar söngkonan syngur. Veit samt ekki hvað angrar mig við hana, hvort það sé röddin eða bara lagið sjálft.
  • Noregur: Norðmenn eru með hress lag í suðrænum anda. Ágætt lag.
  • Danmörk: Mitt uppháhaldslag í dönsku undankeppninni. Sungið af dragdrottningu og er svona hresst diskólag, sem auðvelt er að fá á heilann! Flott lag!
  • Moldóva: Líkt finnska laginu að því leyti að undirspilið er í þyngri taktinum, minnir líka pínulítið á Evanescence - þó minna en finnska lagið. Mér finnst þetta flott lag.
  • Malta: Þetta lag hefur ekkert heillað mig. Veit ekki einu sinni hvað ég á að segja um það.
  • Albanía: Lag með mjög þjóðlegum undirtóni. Byrjar mjög flott, en æi, svo gafst ég eiginlega upp á að hlusta á það. Og ég sem er svo hrifin af svona austur-Evrópu lögum. Kannski skánar þetta við meiri hlustun.
  • Slóvenía: Eitt af mínum uppáhaldslöndum í Eurovision almennt. Og mér finnst lagið í ár bara ferlega flott. Þetta er svona diskólag (eða dans lag, hvað á að kalla þetta eiginlega?) sungið af óperusöngkonu. (Minnir á lagið Nostalgia frá Króatíu sem Danijela söng með óperusöngkonu - um árið)
  • Eistland: Eitt af þessum litlausu lögum. Hvorki fugl né fiskur! Maður man lítið eftir því.
  • Holland: Svei mér þá ef þetta er ekki eitt af fáum lögum (ef ekki það eina) frá Hollandi sem ég hef fílað sungið á hollensku. Mér finnst hollenskan nefnilega... ekki falleg... vægast sagt... sorrý! En þetta lag er flott. Og hollenskan hljómar alls ekki svo illa. Ágætt lag.
  • Hvíta-Rússland: Byrjunin minnir á James Bond, svona strengjahljómsveit og allt. Lagið er svo annars ágætt, örugglega auðvelt að fá það á heilann við meiri hlustun.
  • Pólland: Ætli þetta lag falli ekki undir R&B flokk, svolítð sérstakt lag því takturinn breytist a.m.k. tvisvar í laginu. Ég get ekki sagt að ég fíli það neitt sérstaklega en mér finnst taktbreytingin töff.
  • Sviss: Þetta lag heitir "Vampires are alive" og ég get alveg séð fyrir mér showið á sviðinu - sem væri hægt að gera; reykur á gólfi, dansarar koma upp úr líkkistum... bíðið bara. Enn eitt lagið í svona danstakti. Ágætt lag - svona við fyrstu hlustun.
Og þar hafið þið það. Ég var búin að tjá mig um Íslenska framlagið - bara ánægð með það, svo ég þarf ekkert að hafa meira um það.
En það ætti að vera orðið ljóst, þó ekki sé búið að opinbera fleiri lög en þetta að Eurovision ætti að vera ansi fjölbreytt í ár, og þær spár um að það yrði nær eingöngu þungarokkarar sem yrðu sendir, rætast ekki. Hér er hægt að hlusta á lögin, ef þið viljið, og endilega skiljið eftir komment. Spurning dagsins er því þessi: Fílarðu Eurovision?