STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Eurovision

Hvað finnst ykkur um Eurovision lögin sem hafa komist áfram?
Mitt uppáhaldslag, lagið með Heru, komst náttúrlega ekki áfram og mér finnst lögin sem eru komin áfram bara ekkert spes! Mér fannst lagið “Þú tryllir mig” skemmtilegast að hlusta á í tölvunni, en þegar ég sá það á sviði fannst mér bara ekkert til þess koma. Það vantaði eitthvað... kannski skilaði það sér ekki svona í sjónvarpi... kannski hefði söngvarinn þurft að dansa við lagið og vera svolítið líflegur (ekki lífLEGRI).
Lagið með Eiríki er það eina (fyrir utan Heru) sem ég hef munað eftir daginn eftir en mér finnst samt að Jónsi hefði frekar átt að syngja það.

Æi, mér er eiginlega bara slétt sama hvaða lag kemst þá áfram.

Það sama er með dönsku undankeppnina. Eina lagið sem mér hefur fundist mjög skemmtilegt var sungið af drag-drottningu, flott diskólag en það komst ekki áfram. Svo nú er mér líka slétt sama hvaða lag kemst áfram fyrir Danmörku.

Við (ég og strákarnir) erum að koma til Íslands á fimmtudagskvöld. Það verður hvorki litið til hægri né vinstri á leiðinni norður, bara brunað beint á Laugarbakka. Enda verðum við á rúmlega 10 klst ferðalagi. Ég ætti kannski að fara að byrja á að pakka niður, þetta er alveg að skella á.

Við breyttum öllu hér á heimilinu á laugardaginn, nú eru allir með nýtt herbergi; Marek og Eyþór eru saman í hjónaherberginu, Hinrik er einn í Eyþórs herbergi og við Palli erum í herberginu sem Marek og Hinrik voru í. Nú hafa strákarnir miklu meira pláss til að leika sér inni í stóra herberginu. Þetta er miklu betra.

Nóg í bili.