STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Blóðgjafir

Við Eyþór fórum á sjúkrahúsið í dag í þeim tilgangi að gefa blóð. Þ.e.a.s. ég ætlaði að gefa blóð, hann ætlaði að horfa á. Við urðum reyndar frá að hverfa í fyrstu því það var svo löng bið og við áttum eftir að sækja Hinrik á leikskólann. En við mættum bara tvíefld aftur. Ég þurfti að fylla út allskonar form því þetta er í fyrsta sinn sem ég gef blóð hér í Dk og svo tók við enn meiri bið. Því næst var mér vísað inn í lítið herbergi þar sem átti að taka úr mér blóðprufur. Eyþór fékk að horfa á og meiddi sig alveg heilmikið að því er mér sýndist á grettunni á andlitinu á honum! En honum til mikillar ánægju fékk hann súkkulaði og gúmmíarmband. En hann var ekki par glaður þegar ég sagði honum að ég hefði líka fengið súkkulaði og armband og að auki kók, penna, pinna til að festa í föt og límmiða! Nú hugsar hann sér gott til glóðarinnar að verða 18 svo hann geti gefið blóð og fengið fullt af fríum hlutum!
Nú er næsta skref að bíða eftir símhringingu um hvort ég sé álitlegur blóðgjafi eða ekki.

Gaman að þessu!