STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

föstudagur, janúar 05, 2007

Allt komið í gang aftur.

Það er allt að komast í sínar fyrri skorður eftir jólaaslöppun, skólarnir byrjuðu í gær og það er gott að hafa bara tveggja daga viku og komast svo í helgarfrí! Ég mæli með að fjöldi virkra daga í hverri viku verði endurskoðaður! Tveir til þrír eru alveg nóg.

Það er allt vatnslaust hér í blokkinni. Fyrst héldum við að það væri hjá okkur, að við hefðum kannski gleymt að borga einhvern reikning, en það bara stóðst ekki. Palli fór yfir til Bjørns nágranna til að athuga hvort eins væri komið með hann. Ja... hann var allavega ekki í eins ásigkomulagi og Palli þar sem hann sat þarna inni ásamt kunningja sínum, í hnausþykku reykjarkófi og drakk bjór! Palli stoppaði þarna inni í ca 5 mínútur - ekki lengur, og hann varð að fara úr fötunum þegar hann kom yfir því það var svo vond lykt af þeim. Nú er hann algerlega allsber. Eða nei, hann fór víst bara úr peysunni.
En það var líka vatnslaust hjá Birni og líka hjá konu á neðstu hæðinni. Og enginn veit af hverju!
Verst ef við þurfum að keyra alla leið til Ingu og Hjalta í hvert sinn sem við þurfum á klósettið!

Það eru loksins komnar inn mydnir frá jólum og áramótum. Vessgú.
Helga.