STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, janúar 01, 2007

Ágætu jarðarbúar, gleðilegt ár.

Jú komið þið sæl. Palli hér.
Ég vil byrja á því að segja við ykkur gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og hin gömlu.
Hér í Danmörku kom nýtt ár rétt eins og á Íslandi líklega. Hjalti og Inga Lena komu hingað með hangikjet, sem Steinunn dóttir þeirra kom með frá Íslandi á Þorláksmessu, og var það etið af bestu lyst. Við sátum svo hér fyrir framan sjónvarpið og horfðum á áramótaskaupið og nutum þar með þess að vera með góða háhraðatengingu við Internetið. Reyndar horfðum við líka á ávarp Geira Haarde og annála innlendra og erlendra frétta. Helga, Hinrik, Marek, Jói Hjalta og Inga Lena fóru svo niður á strönd þar sem Íslendingafélagið var búið að hlaða smótteríis bálköst sem átti svo að kveikja í en það var víst of hvasst til þess að tendra þar bál svo úr því varð ekkert. Og það haug rigndi hér meðan mestu sprengingarnar dundu yfir sem var í ca 20 mínútur eftir miðnætti.
Og nú bara að standa við áramótaheitið sem er að REYNA að byrja í líkamsrækt einhverskonar. Ekki veitir nú af. Ég er ennþá ca 108 kíló og hef ekkert grennst þrátt fyrir að borða minna hér á landi en heima á Íslandi. Furðulegt þetta. En nú verður VONANDI breyting þar á. Ég þarf bara að fá örfáar ráðleggingar frá Ingunni systur minni varðandi svona rækt.
Og svo er ég líka að vona að ég fái vinnu hjá Danfoss en þar er Reynir nokkur Guðmundsson frá Hvammstanga að vinna. Ef ég man rétt þá hefur hann búið hér í.... tjahhh.... all mörg ár. Eitthvað var hann að tala um að geta kannski reddað mér vinnu þar.
En það er best að rita ekki frá sér allt vit á fyrsta degi nýs árs.
Hafið það gott í sprengingunum á Íslandi sem og annarsstaðar í heiminum.
Gúdd næt.
Palli.