STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

laugardagur, desember 23, 2006

Gleðileg jól

Hér á Ringgade er allt að verða tilbúið fyrir jólin, búið er að þrífa (nema að skúra eldhúsgólfið - ætla að klippa Palla fyrst), baka, skreyta jólatréð, setja jólaskraut og dúka um allt. Nú á bara eftir að pakka inn jólagjöfum til Palla og strákanna og já... bara slappa af!

Ég hlakka eiginlega mest til að opna jólakortin á morgun! Það er einhver svona viss jólastemming að opna jólakortin. Skrítið!

Palli fór út í búð og keypti sér jólagjöf frá mömmu sinni. Hann keypti hátalara og tók þá strax upp - alveg steinhissa á að fá svona fína gjöf frá mömmu sinni - einmitt það sem hann vantaði!
Svo tengdi hann fartölvuna við sjónvarpið og hátalarana líka og þá gátum við horft á fréttirnar á RÚV í sjónvarpinu en ekki í tölvunni eins og hingað til.

Svo ætla Inga Lena og Hjalti að koma hingað á gamlárskvöld. Við ætlum að borða kalkún saman og horfa svo á áramótaskaupið saman!

Halló. Palli hér.
Ég tók þessa mynd út um svefnherbergisgluggann áðan eða um klukkan 11:30 þann 24. des.2006 og eins og sést á myndinni er nú ekkert rosalega jólalegt hérna í Danmörku. Nánast logn og líklega um 8-10 stiga hiti.


Gleðileg jól segjum við hér í Danmörku!