STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Áramótaheit

Ég er eiginlega algerlega á móti áramótaheitum. Mér finnst engin ástæða til þess að miða eitthvað sérstaklega mikið við áramótin, frekar en 1. mars eða 13 október ef því er að skipta. Þar fyrir utan þá held ég að fæstir standi við sín áramótaheit - en ég er kannski bara eitthvað of sjálfmiðuð þegar ég segi þetta.
Ég allavega hef ákveðið að strengja 3. janúarheit! Á þessum árstíma dynur mest á manni mikilvægi þess að vera mjór og flottur, helst hlaupandi úr um allar trissur og enginn maður er með mönnum nema hann borði grænmeti í gríð og erg og skoli því niður með svalandi vatni.
Mitt 3. janúarheit er, vegna þessa, líka um heilsuna. Ég ætla að byrja á kúr! Já, það er kominn tími til að tala í taumana og gera eitthvað í sínum málum. Ég ætla því, frá og með deginum í dag að drekka eitt til tvö rauðvínsglös Á HVERJUM DEGI.

Og til rökstuðnings þessum kúr, vísa ég á greinar á mbl.is Hófdrykkja getur dregið úr hættu af völdum háþrýstings (þessi kúr verður því fyrirbyggjandi) og Rauðvín dregur úr afleiðingum matgræðgi Skál - í hófi!

Segið mér svo, svona í alvöru, hverjir hafa strengt áramótaheit og hvernig gengur að halda það (þá á ég ekki við hverjir hafa haldið það í 3 heila daga - heldur meira svona fyrri reynsla!!)