STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Sammála

Já, ég er sammála síðasta ræðumanni þegar ég segi Gleðilegt ár!
Héðan er allt gott að frétta, við bíðum spennt eftir Eyþóri sem kemur í kvöld. Marek er búinn að spyrja milljón sinnum hvort við eigum ekki að fara að sækja hann. Honum finnst víst tíminn eitthvað lengi að líða.
Við fjölskyldan skruppum til Billund um daginn að heimsækja Íslendinga - og Akureyringa sem búa þar. Þau heita Ágúst og Fanney og eiga þau tvo stráka. Það var mjög gaman að hitta þau og líka bara gaman að breyta aðeins um umhverfi. Strákarnir léku sér líka vel með þeirra strákum.
Þau sögðu okkur frá einum mjög merkilegum flóamarkaði sem er haldinn í þorpi þarna rétt hjá. Hann hefur marga ára hefð og er alltaf haldinn 2. síðasta föstudag í júlí. Í fyrra kom um 250.000 manns! Það eru þrjú stór tún lögð undir markaðinn, fólk tekur tjald-bása á leigu og svo eru önnur tún fyrir utan bæinn lögð undir bílastæði. Á markaðinum er hægt að fá næstum því allt - ALLT - sem hugurinn girnist hvort sem það er nýtt eða notað. Og svo er líka skemmtun fyrir börnin þarna því það eru sirkusar og leiktæki og svo koma bændur líka með húsdýr svo börnin geti skoðað.
Þetta hljómar eins og Paradís - ekki satt?
Í ár verður markaðurinn frá 19. - 21. júlí sem þýðir að ÉG verð alla vega ekki heima. Ég reikna með að Palli verði ekki heldur heima né heldur strákarnir! Og þannig verður það nú.

Hafið það gott!
hh