STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Hvurt þó í logandi....!!!!


Ég fór áðan í T.Hansen, sem er einhverskonar Bílanaustverslun Danmerkur nema bara frekar mikið stærri að umsvifi. Þar inni keypti ég mér þennan afbragðs felgulykil. En það sem ég er mest hissa á er verðlagningin..... Á ÍSLANDI!!! Þessi felgulykill kostar 29 krónur hér í fanmörku (ca 364 krónur íslenskar) en á tilboði hjá Bílanaust kostar alveg eins felgulykill 995 krónur ÍSLENSKAR. Þetta er auðvitað ekki í lagi.

Ég fór í atvinnuviðtal í gær til manns sem heitir Karsten Hansen. Hann er einhvurskonar yfirmaður, eða starfsmannastjóri hjá fyrirtækinu Haderslev Busselskab. Það er fyrirtæki sem sér um fólksflurninga í rútum (en ekki hvað) um allt Suðurjótland. Ég var nú ekki ráðinn á staðnum vegna þess að ég er ekki nógu góður í dönskunni ennþá.

En svo fór ég a sækja Marek í skólann og Hinrik í leikskólann núna áðan. Hinrik vildi endilega fá mig til að taka mynd af sér af því að hann sá að myndavélin var með í bílnum. Og þetta er útkoman.
Myndin er ekki svona óskýr úr myndavélinni heldur var ég að "breyta" henni í Picasa2 frá Google.

Takk að sinni og góðar stundir.
Palli.