STOP THE TRAFFIK

Powered by Blogger

mánudagur, janúar 15, 2007

hitt og þetta

Halló spalló.
Best að reyna að blogga eitthvað. Það var þetta með rauðvínsdrykkjuna mína. Það hefur ekkert gengið með þessa auknu drykkju sem átti að eiga sér stað á heimilinu! Þar sem drykkjan átti að gerast af heilsufarsástæðum enda ég nú líklega með kransæðastíflu með lækni yfir mér sem segir: rauðvínsglas á dag hefði nú komið í veg fyrir þetta góða mín! Jæja...

Palli er á hljómsveitaræfingu með hljómsveitinni OLD SPICE. Gaman að því. Hann er s.s. í svona prufu því þá vantar bassaleikara. Svo fær hann líka að vita á morgun með eina vinnu sem hann hefur augastað á. Krossa fingur og tær svo hann fái hana! Reyndar yrði hann þá geðveikt mikið í burtu, kæmi bara heim um helgar skilst mér - en kannski eru það ýkjur, en allavega, ég hlýt að lifa það af.

Nú fer að líða að því að Eurovision skelli á - já já ég veit að það er samt nokkrir mánuðir í það! Keppnin verður 10. og 12. maí en mig langaði til að benda á skemmtilega geisladiska sem hægt er að kaupa sér. Þetta eru diskar með spurningaleik tengda Eurovision. Maður einfaldlega skellir disknum í spilarann og allir þátttakendur sitja með blað og blýant og skrifa niður svörin. Á disknum eru svo spiluð lagabrot (eða lögin í fullri lengd) og spurningin er birt á skjánum á meðan. Hvor diskur er um klukkutími og já... þetta er mjög skemmtilegur leikur. Hér er hægt að panta diskinn (frá Svíþjóð).

Annars er lítið að frétta. Allt við sinn vanagang. Jájá... þaheldénú!